Er RÚV ohf að bjarga eigin skinni?

Er tilviljun að  formaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins fái klukkutíma þátt fyrir sig nú þegar verið er að véla með örlög RÚV ohf og fyrirtækið stendur í mikilli varnarbaráttu?

Ég man ekki eftir öðru en að þátturinn Í vikulokin hafi hingað til verið mannaður gestum sem greina fréttir vikunnar út frá hinum ýmsustu sjónarhornum, en nú er þátturinn undirlagður fyrir Sjálfstæðismennina forsætisráðherra og menntamálaráðherra, sem ásamt fjármálaráðherra virðast hafa stofnunina í sinni hendi.

Ef hinir stjórnmálaflokkarnir fá ekki tilsvarandi aðgengi að RÚV ohf er það klárt brot á þeim lögum sem um það gilda.

Hins vegar eru þessi ummæli forsætisráðherra ekki-frétt vikunnar. Ef aðildarviðræður kæmu ekki til greina, hvers vegna væri Sjálfstæðisflokkurinn að fara í málefnastarf um Evrópumál, mörgum árum á eftir Framsókn og krötum?


mbl.is Aðildarviðræður koma til greina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Ég stjórnaði þættinum Í vikulokin á RÚV um nokkurra mánaða skeið, í fjarveru Þorfinns Ómarssonar, fyrir ca. 3 árum.   Aldrei var skipt sér af gestavali mínu -enda hefði slíkt verið brot á öllum, bæði skráðum og óskráðum, siðareglum RÚV og annarra fjölmiðla.

Hins vegar gætti mikils taugatitrings hjá yfirstjórn stofnunarinnar á þessum tíma og það fór ekkert milli mála að vel var fylgst með því sem fram fór í "Vikulokunum".

Athugasemdirnar frá þáverandi útvarpsstjóra voru stundum all sérkennilegar, þegar honum, eða þeim sem hringdu í hann, hafði ekki líkað umræðan þann daginn.  Ekki þurfti mikið til og þótti mér þetta nokkur breyting frá fyrri kynnum mínum af andrúmslofti RÚV.

Alltaf gætti ég þó þess að hafa jafnvægi í þáttunum; milli kynja, viðmælenda, andstæðra skoðana osfrv. 

Nú virðist þó eðli þáttarins allmikið breytt... 

Eitthvað hefði verið sagt, hefði heill þáttur af Vikulokunum verið lagður undir formann -og varaformann sama stjórnmálaflokks.

Auðv. fínt að fá þau Geir og Þorgerði í Vikulokin.  En kanski ekki saman -með engan til að "diskutera" við þau, sem hefur einmitt verið hlutverk þessa ágæta þáttar frá upphafi. 

Hildur Helga Sigurðardóttir, 6.12.2008 kl. 22:05

2 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Ég hef alla tíð verið á móti RÚV og vil leggja það niður. Eini tilgangur þess er að vera málpípa ríkisstjórarflokkana. Sem er svo sem allt í lagi svo fremi að það sé ekki á kostnað hreppsins. Um "öryggishlutverk" ríkisútvarpsins er það að segja að það hefur aldrei, aldrei, komið að notum í 78 ára sögu sinni aðrir hafa verið fyrri til.

Vinátta stjórnarandstöðunnar við ríkisútvarpið er vonin um að komast til valda.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 6.12.2008 kl. 22:25

3 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Í vikulokin hefur alltaf átt að vera þáttur viðburði liðinnar viku. Í eina tíð var skipt reglulega um umsjónarmenn og þá sá ég nokkrum sinnum um þennan þátt. Þá var alltaf lagt upp með að hafa 3 viðmælendur og helst andstæðinga í stjórnmálmum eða úr mismunandi stéttum. Einn viðmælandi í klukkutíma þátt er fáránlegt. 

Haraldur Bjarnason, 7.12.2008 kl. 06:49

4 Smámynd: Ásgeir Jóhann Bragason

Ég hef horft á sjónvarp í mörg ár og man eftir sjónvarpslausum fimmtudögum,og finnst sjónvarpið ekki vera hyggla sjálfsstæðisflokknum frekar en öðrum, sjónvarpið á að vera ríkisrekið en ekki isamkeppni við einkaaðila.Ég verð nú bara að seigja það Gestur minn að mér finnst þessi fyrirsögn hljóma eins og fló á skinni.

Ásgeir Jóhann Bragason, 7.12.2008 kl. 09:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband