Sóley í borgarstjórn

Það að dreifa trúnaðarbréfum skjólstæðings velferðarsviðs til fjölmiðla er alvarlegt trúnaðarbrot hjá Þorleifi Gunnlaugssyni í mínum augum.

Fulltrúar í velferðarráði hljóta að gera sér grein fyrir því að um störf þeirra verður að ríkja alger trúnaður. Mér sem varaformanni umhverfis- og samgönguráðs er eðlilega gert að virða trúnað í mínum störfum, þótt við séum "bara" að fjalla um umhverfis- og samgöngumál, en ekki djúppersónuleg mál eins og þetta sem hér um ræðir.

Hanna Birna og Óskar Bergsson hafa tekið upp ný vinnubrögð í borgarstjórn þegar minnihlutinn er í mun meiri mæli en áður hefur þekkst tekinn með í ákvarðanatöku.

Ef Vinstri hreyfingin - grænt framboð er annt um æru sína og vill áfram fá að hafa áhrif á stjórn borgarinnar í gegnum þessi nýju vinnubrögð verður framboðið að taka hart á þessu máli og í mínum huga er alveg ljóst að Þorleifi er ekki treystandi fyrir trúnaðarupplýsingum og getur meirihlutinn því ekki hleypt honum að ákvarðanatöku á sama hátt og öðrum í minnihlutanum.

Í mínum huga er því ekki spurning að Sóley Tómasdóttir fyrsti varaborgarfulltrúi VG og snillingur á að vera orðinn borgarfulltrúi fyrir jól.


mbl.is Sendi bréf í leyfisleysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband