Fiskveiðiauðlindin er Íslendinga

Ég fæ ekki séð að Íslendingar þurfi að vera að rífast um það sem þeir eru sammála.

Full yfirráð yfir fiskveiðiauðlindinni sem og öðrum auðlindum þjóðarinnar verða ekki í boði sem gjald fyrir aðgang að ESB. Það myndi ég ekki samþykkja og ég held að íslensk þjóð muni heldur ekki gera það.

Það vita samningamenn ESB og það vita íslenskir þingmenn og því þarf ekkert að ræða það mál.

Það eru fordæmi fyrir því að þjóðir séu ekki undir sameiginlegu fiskveiðistjórn ESB og því er það eðlilegt og sjálfsagt að gera ráð fyrir stjórn fiskveiða verði varanlega undir íslenskri stjórn.

Við eigum frekar að ræða önnur tormerki við mögulega aðild, eins og nýtingu og eignarhald á vatnsafli og jarðhita, sem og hugsanlegrar olíu.

Þar værum við betur stödd ef menn hefðu tuðlast til að samþykkja auðlindaákvæði í stjórnarskránni eins og Framsókn lagði til, en náði því miður ekki í gegn, vegna andstöðu núverandi stjórnarflokka.


mbl.is Varaformaður LÍÚ veltir áherslum ESB fyrir sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Hansson

Auðvitað er þetta rétt. Til að tryggja svona ráðstöfun fyrir fullt og fast þarf hún að vera skýr í aðildarsamningi. Auk þess án tvímæla í stjórnarskránni. OG, þessu til viðbótar, trygging í aðildarsamningnum um að ESB mætti aldrei setja í lög neitt það sem bryti gegn þessu sérstaka ákvæði stjórnarskrár íslenska lýðveldisins.

Það dugir ekki minna en belti og tvenn axlabönd.

Er ekki samt skrýtið að ætla að játast undir evrópskt vald og gera það með "samningi" sem gengur út á eitt og aðeins eitt: Að semja sig framhjá og undan lögum valdsins sem er verið að játast undir?

Er ekki hreinlegar að sleppa þessari vitleysu? Við höfum nákvæmlega ekki neitt inn í Evrópuríkið að gera. Punktur.

Haraldur Hansson, 30.12.2008 kl. 11:34

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þetta er fín færsla hjá þér Gestur og ég vona að þú hafir rétt fyrir þér að þjóðin muni ekki afsala sér fiskimiðunum. Samfylkingin hefur aldrei búið sér til samningsmarkmið og enn síður hafa þeir gefið út hvaða  atriði eru fráfaraatriði.

Jón Frímann heldur uppteknum hætti skannar allar bloggsíður sem fjalla um ESB og fer með sömu rulluna. Ég hef leiðrétt hann nokkrum sinnum og er hættur því. Þetta er því miður alls ekki svona einfalt. 

Mér var sagt að LÍÚ kæmi að fræðsluráðstefnu um sjávarútvegsstefnu ESB um miðjan janúar. Þú ættir að reyna að vera þar.  

Sigurður Þórðarson, 30.12.2008 kl. 13:46

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Furðulegt uppátæki að vilja ganga til ESB samninga við þessar aðstæður. Hvað eru stjórnmálamenn að hugsa?

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 30.12.2008 kl. 16:15

4 Smámynd: Ari Jósepsson

okey ég er svo mikið i þessu :)

Ari Jósepsson, 30.12.2008 kl. 22:11

5 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Jón Frímann. Það er eðlilegt að ESB sé með sameiginlega fiskveiðistefnu þar sem hún á við, t.d. í Norðursjónum. Sú stefna hefur reyndar beðið algert skipbrot, en það þýðir samt ekki að við getum, með því að benda á fordæmi, fengið varanleg yfirráð yfir okkar fiskveiðiauðlind.

Gestur Guðjónsson, 30.12.2008 kl. 23:04

6 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Gestur.

Hvaða fordæmi ert þú að tala um varðandi það að þjóðir hafi forræði yfir fiskimiðum ?

Guðrún María Óskarsdóttir., 31.12.2008 kl. 00:55

7 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Til dæmis Kanaríeyjar og Azoreyjar. Það eru ekki undanþágur heldur varanlegar heimildir.

Gestur Guðjónsson, 31.12.2008 kl. 01:58

8 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Jón. Rétt. En ef við myndum vilja breyta einhverju í okkar fiskveiðistjórnun, t.d. að bregðast við áliti mannréttindanefndar Sameinuðu Þjóðanna, þarf þessi réttur vera alveg skýr, þannig að ef einhver fyrning og endurúthlutun yrði byggð inn í kerfið, kæmu Íslendingar einir til greina við það.

Gestur Guðjónsson, 31.12.2008 kl. 10:05

9 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Ég fæ ekki séð í hverju mín skrif eru í ósamræmi við það sem nafni þinn skrifar, við þurfum að sækja þennan rétt okkar, en höfum, eins og þú bendir á, fordæmin til að byggja þá sókn á.

Gestur Guðjónsson, 31.12.2008 kl. 13:11

10 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Jón. Vandinn snýst um ef við færum að endurúthluta kvóta á grundvelli útboðs eða með öðrum aðferðum sem auðvelda nýliðun, sem er það sem álit mannréttanefndar SÞ gekk út á að þyrfti að byggja inn í kerfið. Þá kemur veiðireynslan jú ekki inn í. Nýliði hefur jú enga veiðireynslu.

Gestur Guðjónsson, 31.12.2008 kl. 14:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband