Þarf að hafa áhyggjur af ómarktækri veðsetningu?

Íslenska þjóðin á fiskinn í sjónum í kringum landið.

Ég skil þess vegna ekki umræðuna um það að þýskir bankar séu nú umvörpum að eignast kvótann við landið.

Það er einfaldlega ekki hægt, útlendingur getur ekki tekið veð í kvóta sem ekki má vera hans eign. Það eru hans mistök og hljóta hinir erlendu lánardrottnar að bera skaðann af því.

Hvort það sé refsivert að hafa milligöngu um slík viðskipti veit ég ekki, en einhvernvegin ætti það að vera, ekki satt?


mbl.is Verðfall veiðiheimilda fyrirsjáanlegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Veðsetningin stendur það er alveg klárt Gestur.Samkvæmt EES samningnum þá er frjálst flæði fjármagns milli aðildarlanda samningsins.Ekkert í lögunum um veðsetningu aflaheimilda bannar það að kvótinn sé veðsettur út fyrir landsteinana.Það gætu því orðið dómsmál þegar veðhafi fer að sækja veðið.Ég held að erlendir bankar hafi veðið nema Íslenska ríkið taki að sér að borga.

Sigurgeir Jónsson, 15.1.2009 kl. 15:45

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Fróðlegt væri að vita hvort erlendir bankar séu með fjárnám í íslenskum sjávarútvgsfyrirtækjum.Ef þeir hafa fengið að gera fjárnám hljóta þeir að hafa veðið og þar með rétt til að bjóða í fyrirtækin til að verja sig.

Sigurgeir Jónsson, 15.1.2009 kl. 15:50

3 Smámynd: Ari Jósepsson

omg

Ari Jósepsson, 15.1.2009 kl. 21:37

4 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Lánardrottnarnir standa í þeirri trú, en ef löggjafinn hefur staðið sig, sem maður veit ekki, ætti þetta að vera skýrt, að minnsta kosti nógu skýrt til að við teljum rétt að verja okkur.

Gestur Guðjónsson, 15.1.2009 kl. 23:53

5 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Gestur.

Getur þú bent mér á lagaheimild þess efnis að fjármálastofnanir hafi yfirhöfuð frá upphafi haft heimild til þess að taka veð í kvóta ?

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 16.1.2009 kl. 23:20

6 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Ég ætla ekki að fara að svara fyrir þig Gestur, en tek mér það bessaleyfi ef þú skyldir hafa misskilið mig Guðrún, að þá er það þannig að kvóti fylgir skipi og er ekki veðhæfur einn og sér og er ekki heldur úthlutað einum og sér, heldur er honum úthlutað á skip.Skipið er veðsett og ekki má færa kvóta af því nema með leyfi veðhafa.Lögin ganga út á það.Það er eins með kúabú undir Eyjafjöllum ef búið er veðsett þá má ekki selja mjólkurkvóta af því nema með leyfi veðhafa.Þú sem aðstoðarmaður alþingismanns ert í engum vandræðum með að láta finna þessi lög.

Sigurgeir Jónsson, 17.1.2009 kl. 14:23

7 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Síðan eru önnur lög sem ganga út á það að útlendingar sem eiga Íslensk skip hafa ekki veiðirétt í Íslenskri lögsögu, og þyrftu því að selja Íslendingi skipið ef þeir eignuðust það vegna veðsetningar, til þess að það fengi veiðirétt.kv.

Sigurgeir Jónsson, 17.1.2009 kl. 14:29

8 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Og þá vaknar spurningin hvort íslendingurinn verður ekki bara leppur.Það eru nú þegar til nokkrir slíkir leppir.Þeim á eftir að fjölga.

Sigurgeir Jónsson, 17.1.2009 kl. 17:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband