Mótmæli sem lýðræðisverkfæri eyðilögð af skrílslátum

Ég hef ekki notað mótmælafundi sem vettvang til að krefjast breytinga, hef í staðin notað þennan vettvang og aðra ámóta.

En þessi skríll sem er að berja á lögreglumönnum, sem eru borgarar í þessu landi eins og ég og þú og bera ENGA ábyrgð á efnahagshruninu og viðbrögðum við því, eru í raun að koma í veg fyrir að venjulegt, heiðarlegt, friðsamt fólk geti mótmælt með því að koma saman.

Siðað fólk getur ekki látið bendla sig við þessa framkomu og því verður þessum skrílslátum að linna ef ekki á að eyðileggja þetta verkfæri lýðræðisins algerlega. Einhverjir óbreyttir mótmælendur ku hafa reynt að hafa hemil á ofbeldisseggjunum í nótt, en höfðu því miður ekki erindi sem erfiði.

Að frétta af því að þingmenn VG skuli hafa veist að lögreglunni inni í Alþingishúsinu í gær og heyra sögusagnir um að mótmælendur hafi fengið fréttir af staðsetningu handtekinna frá þingmanni VG er sorglegra en tárum taki. Þvílík vanvirða, þvílíkt ....!

Atli Gíslason vildi aðspurður ekki sverja fyrir þetta í morgun, svo líklegast er einhver fótur fyrir þessum sögusögnum.

Með þessum vinnubrögðum og framgöngu er þessi skríll og þessir þingmenn VG að grafa undan lýðræðinu.


mbl.is Lögreglumaður enn á sjúkrahúsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

sorgleg framkoma

Jón Snæbjörnsson, 22.1.2009 kl. 10:18

2 Smámynd: Jónas Egilsson

Áhrifaríkustu mótmælin eru með þátttöku fjöldans, jafnvel setuverkfall eða þögul andstaða.

Læti af þessu tagi hafa gagnstæð áhrif. Ef eitthvað þá veikja þau málstað mótmælenda.

Jónas Egilsson, 22.1.2009 kl. 11:44

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Það sá enginn nein áhrif, þess vegna byrjuðu mótmælin að færast svona í aukana.

Ég hef ekki séð nein áhrif af þessum auknu óeirðum, svo þau magnast sennilega bara meira.

Það er ekkert lýðræði, svo eitthvað verður lýðurinn víst að gera til þess að sýna fram á vanþóknun sína.

Ásgrímur Hartmannsson, 22.1.2009 kl. 14:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband