Flokkurinn treystir Bjarna - en treystir þjóðin flokknum?

Það verður áhugavert að sjá hvort forystuskiptin í Sjálfstæðisflokknum, svona kortéri fyrir kosningar muni hafa einhver áhrif á þá stöðu sem flokkurinn er kominn í.

Bjarni Benediktsson er að mínu viti hinn vænsti maður, sem vill landi og þjóð allt hið besta, þótt ég sé ekki sammála honum um það hvað það sé, sem er landinu fyrir bestu.

Þrátt fyrir þessa breytingu er nánast engin önnur breyting á Sjálfstæðisflokknum fyrir þessa kosningar. Frjálshyggjupésarnir hlutu allir góða kosningu í örugg þingsæti í Reykjavík, nánast óbreyttur listi í Kraganum, dæmdur maður í næsta öruggu þingsæti í Suðurkjördæmi, efnahagsráðgjafi ríkisstjórnarinnar fyrir hrunið í baráttunni í Norðausturkjördæmi og óverðskuldað laskaður fyrrverandi ráðherra í baráttusætinu í Norðvesturkjördæminu.

Það verður áhugavert að fylgjast með því hvort þjóðin treysti flokki sem stillir upp á þann hátt.


mbl.is Nýrri kynslóð treyst til verks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

58 % flokksfélaga Fálkanna treysta Bjarna til að leiða flokkinn, telja hann heppilegastann, en 40 % fálkafélaga eru á þeirri skoðun að Kristján eigi að leiða flokkinn. Hluti flokksins treystir því Bjarna, hluti flokksins treystir öðrum fremur

Gunnar Sigurðsson (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 09:53

2 identicon

Ég held að það hafi verið mistök hjá flokknum að vera með beina útsendingu frá flokksþinginu, þvílíkur fáránleiki. Þarna urðu kynslóðaskipti í klíkunni sem hefur stjórnað Sjálfstæðisflokknum síðustu áratugi. Björn Bjarna hætti í klíkunni og Bjarni tók sætið hans, sætið sem passar upp á hagsmuni kolkrabbans. Þetta er klíka sem er búin að vera með puttana á kafi í sælgætiskrukku landmanna og meira en þriðjungur þjóðarinnar ætlar að kjósa þetta lið, ótrúlegur andskoti.

Svo má benda á að Bjarni er einmitt af sömu kynslóð og Jón Ásgeir, Hannes Smárason og Björgólfur yngir. Þetta eru frjálshyggjugaurarnir sem lögðu landið í rúst!

Valsól (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 10:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband