Samfylkingin bar ekki ábyrgð á bankahruninu

Það er skrítið, eftir að hafa lesið í gegnum efnahagstillögur Samfylkingarinnar, þar sem farið er yfir aðdraganda bankahrunsins, að Samfylkingin telur sig enga ábyrgð bera á því, né viðbrögðunum við því.

Bara vísað til þess að Samfylkingin hafi verið stutt í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum.

Það er ekki rétt og því ótrúverðugt þegar stjórnmálaflokkur fjallar um hrunið án þess að líta í eigin barm.


mbl.is Samfylkingin kynnir kosningastefnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Sagði Björgvin ekki af sér ?

Erþað ekki ábyrgð?

Rak hann ekki FME?

KV

Borgarahreyfingarmaður

Sleggjan og Hvellurinn, 9.4.2009 kl. 04:33

2 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Samspillingin er eflaust fyndnasti flokkur landsins!  Ég kemst alltaf í gott skap þegar sá flokkur tjáir sig, hvort sem um er að ræða "Fagra Ísland" eða það að "axla ábyrgð".  Gefum okkur t.d. að á næstu 2 árum verði tekin upp hér ný mynt (t.d. dollar) þá gef ég mér að hægt sé að leggja Samfylkinguna niður sem stjórnmálaflokk og endurvekja til lifs "kvennalistann....."

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson, 9.4.2009 kl. 13:32

3 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Alveg sammála fyrirsögninni.

Sú staða sem Ísland var komið í þegar Samfylking fór í ríkisstjórn var vægast sagt ömurleg.  Há verðbólga, háir vextir, gríðarlegar erlendar skuldir, mikill viðskiptahalli og útlánabóla á háu stigi.

Seðlabankinn virtist ekkert óttast og gaf ekki út neinar viðvaranir.  Greiningadeildir bankanna sögðu að hagvöxtur yrði lítill en bankarnir væru búnir að fjármagna sig út árið 2008 og jafnvel eitthvað af 2009 líka.  Ekkert virtist vera að óttast allt fram að hruninu.

Verðbólga leiðir alltaf af sér atvinnuleysi, samdrátt og lækkun á verðgildi gjaldmiðils.  Ef verðbólga verður há og gjaldmiðillinn óstöðugur getur það orsakað efnahagshrun.  Þetta vita allir!(nema Frams. og Sjálfst.fl)  Þetta var leið sem Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn ákváðu að fara í sínu stjórnarsamstarfi.  Afleiðingar þessarar stefnu og ábyrgðin er hjá þeim.

Lúðvík Júlíusson, 9.4.2009 kl. 13:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband