200 milljarðar til sparifjáreigenda en ekkert til húsnæðiseigenda?

Ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks veitti 200 milljörðum til að minnka tjón fjármagnseigenda í peningamarkaðssjóðum, þar af 11 til að reyna að bjarga pólitískri framtíð Illuga Gunnarssonar í sjóði 9, auk geysistórra fjárhæða til að tryggja innistæður í bönkum.

Þá var þeim hjálpað mest sem mest áttu.

Nú gagnrýnir Jóhanna Sigurðardóttir og Samfylkingin öll 20% tillögur Framsóknarmanna á þeim forsendum að hugsanlega verði einhverjum hjálpað sem ekki þurfi nauðsynlega á því að halda.

Hvað gerði Jóhanna sjálf?

Hún styrkti fjármagnseigendur, stóra sem smáa!!!

Framsóknarmenn vilja að þær afskriftir sem lánardrottnar bankanna veita nýju bönkunum verði veitt áfram til fjölskyldna í landinu, um 260 milljarða króna, samkvæmt eftirfarandi yfirliti um 20% leiðina, sem betur er útskýrt hér.

20niðurfærslan

EKKI KRÓNA á að renna úr ríkissjóði

Jafnvel þótt að til þess kæmi að ríkissjóður þyrfti að leggja til þetta fé, yrði að horfa á það í réttu samhengi. Það eignahrun sem yrði ef húsnæðismarkaðurinn hryndi er miklu miklu meira en sem þessu nemur, en einungis þarf 6% lækkun húsnæðisverðs til að brenna meiri verðmætum en sem þessu nemur mv Fasteignamat.

Tillögurnar hafa það í för með sér að bankarnir geta ekki tekið þessar afskriftir og skráð sem eigið fé, líkt og VBS gerði við fyrirgreiðslu Steingríms J Sigfússonar fjármálaráðherra, heldur þarf ríkið að leggja bönkunum til raunverulegt fjármagn, sem þeir geta svo lánað út og komið hjólum atvinnulífsins í gang.

Ef eigið féð yrði búið til úr þessum afskriftum, hefðu bankarnir ekkert laust fé að lána atvinnulífinu og allt yrði jafnbotnfrosið og áður.

Það þarf því hvort eð er að leggja bönkunum til lausafé, óháð því hvort afskriftirnar verða settar inn sem eigið fé eður ei.

Þannig að 20% leiðin er fær, hún er sanngjörn og hún er eina leiðin sem fram hefur komið til að koma efnahagslífinu aftur í gang og stöðva það hrun sem framundan er ef ekkert verður að gert.


mbl.is Ræddu um að sprengja stjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll A. Þorgeirsson

Sparnað hverra eru Jóhanna og Steingrímur að verja.  Furðulegt hvað þessi mál virðast hafa fengið litla athygli hjá fjölmiðlum og "þjóðinni" í framhaldi af því.  Flestir virðast 

Er hugsanlegt að "útrásarvíkingar eigi" mesta sparnaðinn þarna.   

Á þjóðin ekki rétt á upplýsingum um þessi mál.

Það er talað um að þarna sé fyrst og fremst verið að verja "ákveðinn hóp" manna í þjóðfélaginu, er það rétt ?

Þessi mál þarf að rannsaka af erlendum "óháðum" sérfræðingum sem íslensk peningaöfl ná ekki tökum á.  Spilar óttinn við Evu Joly hér inní.  Eitthvað sem hópur manna óttast ?

Margir fróðir menn og fræðingar telja Jóhönnu og Steingrím ekki geta skuldbundið íslensku þjóðina á þennan hátt samkvæmt Stjórnarskrá.  Ég krefst algjörar vitneskju um þessi mál   

Páll A. Þorgeirsson, 21.4.2009 kl. 10:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband