Samfylking og VG mega ekki semja um aðild að ESB !!!

Þrátt fyrir að ég vilji að sótt verði um aðild að ESB og samið verði um varanleg ákvæði í aðildarsamningi sem borinn yrði undir þjóðina eftir vandaða upplýsingu, kemur ekki til greina að treysta Samfylkingu og VG fyrir þvi að leiða þá vinnu. Þessir flokkar munu aldrei ná ásættanlegri niðurstöðu.

Kosningaauglýsingar Samfylkingarinnar voru á þá leið að þjóðin ætti að ráða, en strax á eftir voru kostir ESB aðildar prísaðir á þann hátt að augljóst er að Samfylkingin vill inn í ESB, þrátt fyrir að hafa ekki skilgreint hvaða atriðum hún geti ekki veitt afslátt á. Þau vilja bara inn, enda mun það leysa nánast öll vandamál þjóðarinnar í þeirra huga.

Formaður VG sagði aftur á móti í kosningabaráttunni að þeir væru á móti aðild en þeir vildu að þjóðin ætti að fá að ráða.

Ég trúði honum, en eftir lestur stefnu VG, finn ég hvergi stuðning við þá fullyrðingu hans.

Hins vegar segir:

"Áróður um að Ísland geti gengið í ESB en fengið undanþágur frá grundvallarsáttmálum þess er varasamur. Undanþágur eru jafnan hugsaðar til skamms tíma á meðan aðlögun á sér stað. Íslendingar eiga ekki að sækjast eftir sérsamningum heldur axla sömu ábyrgð og önnur fullvalda ríki á alþjóðavettvangi."

Þetta segir mér að þessir flokkar vilja ekki fá neinar undanþágur til aðlögunar, né varanleg ákvæði í aðildarsamningi.

Það er því stórhættulegt fyrir íslenska hagsmuni að senda slíka flokka í aðildarviðræður við ESB.

Framsókn verður að leiða þær viðræður, enda hefur sá flokkur skilgreint skilyrði sem sættu sjónarmið þeirra framsóknarmanna sem telja ESB vænlegan kost og þá sem setja alla fyrirvara við ESB. Skilyrðin eru sjálfsögð og raunhæf og verða að vera leiðarljós þeirrar sendinefndar sem fer fyrir þjóðina til Brussel.


mbl.is Skylt að sækja um ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vel mælt,

Nú var Olli Rehn en og einu sinni að koma hlutonum á hreint, þetta fólk hefur hingað til látið eins og að orð hans hafi aldrei verið sögð og halda Samfylkingarmenn skollaleiknum áfram.

Hann sagði við fengjum engin frávik og enga sérafgreiðslu.

sandkassi (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 12:01

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þessi kenning þín stenst ekki skoðun Gestur. Það gefur augaleið að það fer enginn í samninga með því hugarfari að fá ekki það besta mögulega út úr þeim.

 Ekkert annað en að fá sem mest útúr samningunum getur þjónað því markmiði Samfylkingarinnar að ganga í sambandið. Að koma með eitthvað til baka sem þjóðin getur ekki fellt sig við hefur ekkert upp á sig, það verður kolfellt.

Nema þú sért að gera því skóna að málið verði ekki lagt fyrir þjóðina!

Hvaða flokksskírteini gerir menn hæfa til samninga við ESB að þínu mati, Gestur?

Bjuggust menn við því að Olli Rehn myndi veikja samningsstöðu EBE með því að upplýsa fyrir fram hverju Ísland gæti náð fram í samningum?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.4.2009 kl. 13:30

3 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Miikilvægt er að gengið verði til samninga við ESB með hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi.

Sömuleiðs er nauðsynlegt að stjórnarflokkarnir nái sátt um að þjóðaratkvæðagreiðsla verði um málið.

Kröfur Framsóknar eru skynsamlegar og er rétt að notast ætti við þær viðmiðanir í aðildarviðræðum við sambandið.

Hilmar Gunnlaugsson, 29.4.2009 kl. 13:33

4 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Framsóknarflokkurinn er utan þessarar vitleysisstjórnar sem betur fer.Þessi stjórn á eftir að verða þjóðinni dýr.En hvað ætla þú og fleiri að gera Gestur þegar búið verður að fella samning sem þið endilaga vilduð fá fram.Allir aðilar innan ESB sem eitthvað mark er á takandi, innan ESB hafa sagt undanfarna daga að engar undanþágur verði gefnar.Jóhanna Sigurðardóttir og hennar lið á fjölmiðlunum hafa tönnglast á því undanfarna daga að þingflokkur Framsóknarflokksins vilji að sótt verði um aðild að ESB.Er ekki máltilkomið að þingflokkurinn fari að staðfesta þetta eða neita því.Hvað á þessi skrípaleikur að halda lengi áfram. 

Sigurgeir Jónsson, 29.4.2009 kl. 20:50

5 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Það tekur enginn lifandi maður mark á Framsóknarflokknum fyrr en hann hefur beðið þjóðina opinberlega fyrirgefningar á Halldóri Ásgrímssyni, Finni Ingólfssyni, Óla í Samskipum, Sigurði Einarssyni, Birni Inga, Walgerði Zwerris og Kögunarfeðgum og hirðfíflum þeirra.

Jóhannes Ragnarsson, 29.4.2009 kl. 22:46

6 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Sigurgeir. Undanþága er ekki það sama og ákvæði í aðildarsamning. Það er stóri misskilningurinn í þessari umræðu.

Jóhannes. Vertu sanngjarn - þessi ummæli þín dæma sig sjálf - Flokksþingið í janúar gerði byltingu í flokknum. Þú hefur líklegast misst af því.

Gestur Guðjónsson, 30.4.2009 kl. 09:39

7 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Ertu viss um, Gestur, að byltingin í Framsóknarflokknum sé ekki bara á yfirborðinu? Ég hef illan grun um, þrátt fyrir nýjar myndir í útstillingarglugganum, að inni á lager sveimi Halldór, Finnur, Walgerður, Óli í Samskipum og Alfreð Þorsteins og ráði sem fyrr lögum og lofum.

Þið framsóknarmenn eigið hiklaust að ganga hreint til verks og reka ofantalið heiðursfólk úr flokknum ykkar. Sama dag og þið hreinsið þessar óværur út fer gengi Framsóknarflokksins að stíga; gamla maddaman mun stíga uppúr körinni og fara að hafa fótavist hluta úr degi. 

Jóhannes Ragnarsson, 30.4.2009 kl. 13:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband