Þjóðstjórn strax

Nú er staða mála þannig að það verður að mynda þjóðstjórn. Ef ekki væri vegna efnahagsástandsins þá vegna Mexíkóveikinnar.

Við siglum inn í 12 vikna tímabil þar sem stór hluti þjóðarinnar mun leggjast í flensu í einu og samfélagið mun meira og minna hökta og lamast sem og heimurinn allur.

Þá er ekki tími til að vera í pólitísku karpi.

Ég skora því á Forseta Íslands að kalla forsætisráðherra þegar í stað til Bessastaða, fá hana til að skila stjórnarmyndunarumboði sínu og að því loknu skipi Forsetinn utanþingsráðherra til 6 mánaða, þar sem verkefnið væri annarsvegar að koma þjóðinni í gegnum flensuna og hins vegar að koma henni í gegnum efnahagshrunið og leggja línurnar fyrir enduruppbygginguna í samvinnu við Alþingi.

Hægt væri að miða við að hafa 3 ráðherra í efnahagsmálunum, atvinnuvega, viðskipta og fjármála og 4 ráðherra í flensumálunum, samgöngu, dómsmála, umhverfis og heilbrigðisráðherra. Hinir ráðherrarnir mega vinna hver fyrir sig.

Forsætisráðherra sinnti þeirri skyldu sem segir fyrir um í inflúensuáætluninni

Svo er hægt að mynda venjulega karpstjórn þegar búið er að samþykkja fjárlög.


mbl.is Viðbúnaðarstig 5 vegna flensu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ef allt fer á versta veg varðandi inflúensuna, sem mun líklega gerast, þá verða umræður um stjórnmál hégómi einn í samanburði við það reiðarslag. Þá verður ekki spurt hvar í flokki menn eru. Góður punktur hjá þér Gestur.

Finnur Bárðarson, 30.4.2009 kl. 17:20

2 Smámynd: Jóhannes Guðnason

Nei nei,Gestur minn,fórstu öfugur framúr í morgun eða hvað,??? Þjóðstjórn,???Bilun,þá er nú allt annað munstur betra,en þjóðstjórn,ég er nú hissa á þér að heimta ekki Framsókn í stjórn,og sjálfstæðisflokkur og samfylking eigi að verja hana falli,HA HA HA HE HE HE,er þetta ekki betra,Gestur,??? Allavega getum við ekki treyst á samfylkinguna og vinstri græna,eina sem kemst inn í hausinn á þeim er,TAKTU EFTIR,forgangsmál þjóðarinn,að ganga í ESB.....þvílík og annað eins,þjóðin er komin í þrot,og þeir hugsa um ESB-sem forgangsmál,??þau er ekki í lagi,þess vegna getur þessi getulausa ríkisstjórn ekki tekið á veiru-málum,þá eru bara eftir framsóknarflokkur til að stjórna eða sjálfstæðisflokkur sem getur stjórnað með hjálp hinn ,Kær kveðja og gleðilegan 1 maí - dag.  HA HA HA HE.

Jóhannes Guðnason, 30.4.2009 kl. 21:55

3 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Stjórnvöldin hafa greinilega mikinn áhuga á að fá svínaflensuna hingað þar sem mér vitanlega eru alls engar hömlur á ferðalögum hingað. Orsök - afleiðing. Það þýðir ekkert að þykjast koma af fjöllum eftir á og kenna einhverjum sofandi sauðum á ofurlaunum í ónýtum atvinnugeymslum hins opinbera um ófarirnar.

WHO er komið með fimmta stig á flensuna sem þýðir í raun að þeir eru þegar búnir að ákveða að setja á sjötta og hæsta stigið sem er almennt neyðarástand á heimsvísu, herlög, efnahagsfrost, hrynjandi borgir, upplausn. Með tilliti til þess - ef og hvort osfrv. - er Gestur bara að benda á augljósa og nauðsynlega hluti. 

Baldur Fjölnisson, 30.4.2009 kl. 22:55

4 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Jamm og svín munu fljúga útsýnisflug yfir Reykjavík um hádegisbilið á morgun ....

Baldur Fjölnisson, 1.5.2009 kl. 00:21

5 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Ríkisstjórnin þyrfti að taka afdrifaríkar ákvarðanir og þær verða að vera hafnar yfir pólítíkst argaþras.

Gestur Guðjónsson, 1.5.2009 kl. 09:59

6 Smámynd: Gunnlaugur I.

Svínaflensan.

Læknast hún ekki bara sjálfkrafa með því að við göngum í ESB ?

Er ekki Yfir-heilbrigðis commízar ESB að útbúa sérstaka tilskipun gegn svínaflensuni ! 

Gunnlaugur I., 1.5.2009 kl. 10:15

7 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Samfylkingin byggir nú málflutning sinn í sambandi við ESB að miklu leyti á landsþingssamþykkt Framsóknarflokksins um að sótt skuli um aðild að ESB.Jóhanna Sigurðardóttir minnist ekki á að sett voru skilyrði fyrir aðildinni.Mér finnst furðulegt hvað hinir nýju þingmenn Framsóknarflokksins eru þögulir nú þegar ESB umræðan er kominn á fullt.Eftir þær yfirlýsingar sem aðilar innan ESB hafa gefið út upp á síðkastið er ljóst að ekki förum við inn í ESB á forsendum Framsóknarflokksins.Framsóknarflokkurinn elti Samfylkinguna of lengi síðastliðinn vetur, en formaður flokksins tók loks af skarið á síðustu metrunum og bjargaði flokknum.Nú þarf hann að taka af skarið aftur og hafna túlkun Samfylkingarinnar á stefnu Framsóknarflokksins hvað varðar ESB.

Sigurgeir Jónsson, 1.5.2009 kl. 12:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband