Spéhræðsla eða ofurspuni í ESB máli?

Ef Samfylkingin skammaðist sín ekki fyrir þau drög að þingsályktunartillögur sem hún fékk VG til að samþykkja væri það afar ókratískt að opinbera ekki drögin.

Þannig að líklegast er þetta alveg innihaldslaust plagg, þar sem lagt er til að utanríkisráðherra fái algerlega frítt spil af Alþingi við aðildarviðræður og ferillinn sé allur á hans höndum, sem er eitthvað sem Framsókn myndi aldrei samþykkja.

Framsókn er svo beðin um að koma með vitið í plaggið, byggt á flokksþingsályktuninni frá því í janúar, og skuldbinda sig þar með til að mynda í raun nýjan meirihluta á þingi í þessu eina máli - sem er fáheyrt í íslenskum stjórnmálum.

Þessi spéhræðsla og ofurspuni er afleiðing af því að Samfylkingin hefur aldrei sett niður fyrir sig hvernig hún vill inn í ESB og gegn hvaða skilyrðum. Hún vill bara inn.


mbl.is Ekki hvíli leynd yfir samkomulagi stjórnarflokka um ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband