Ætlar Samfylking og VG að keyra öll fyrirtæki í þrot?

Nú er mánuður liðinn frá kosningum og þeir flokkar sem myndað hafa ríkisstjórn hafa áður haft 100 daga aðgengi að sérfræðingum stjórnarráðsins, auk þess sem aðgerðaráætlun Íslands og IMF er skýr.

Samt hafa engar aðgerðir enn komið fram til að koma í veg fyrir algert kerfishrun.

Það eina sem ríkisstjórnin virðist einbeita sér að eru móttökustöðvar fyrir gjaldþrota fyrirtæki og einstaklinga.

Til að tryggja að öll fyrirtæki fari örugglega þá leið, ætlar ríkisstjórnin að reka áfram fyrirtæki, sem fara í þrot í sérstöku eignarhaldsfélagi. Auk þess eru bankarnir, sem eru undir stjórn ríkisstjórnarinnar, farnir að gera hið sama, að halda rekstri þrotafyrirtækja áfram.

Þannig setur ríkisstjórnin þau fyrirtæki sem eru í samkeppni við hið yfirteknu fyrirtæki í vonlausa stöðu. Óföllnu fyrirtækin hafa ekkert aðgengi að fjármagni frá bönkunum, sem ekki er enn búið að ganga frá og fjármagna, þvert á það sem ríkisvæddu fyrirtækin hljóta að hafa, hvort sem þau færu í ríkiseignarhaldsfélagið eða bankaeignarhaldsfyrirtækin.

Þannig verður þeim fyrirtækjum sem hafa verið rekin af skynsemi refsað og jörðinni kippt undan þeim og þau sogast með í foraðið.

Það er líklegast draumastaða sósíalistanna, að deila og drottna í hreinum sósíalistaríkisrekstri.


mbl.is Festa gengið í 160 - 170
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þór Jóhannesson

Öll þrot eru í boði D og B svo ekki reyna að klína ósómanum og viðurstyggðinni yfir á aðra - það er einfaldlega bara ljótt.

Þór Jóhannesson, 27.5.2009 kl. 00:59

2 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Þór: Allar viðvaranir um yfirvofandi bankahrun voru á vakt SD - þótt það sé óþægilegt er það samt þannig.

Gestur Guðjónsson, 27.5.2009 kl. 01:01

3 Smámynd: Þór Jóhannesson

Hárrétt - en allar útdeilingar á bestu bitunum áttu sér stað í reykmettuðum bakherberjum DB - þótt það sé óþægilegt er það líka samt þannig.

Þór Jóhannesson, 27.5.2009 kl. 01:32

4 Smámynd: Gestur Guðjónsson

ef það væri rétt hjá þér, hverju breytti það um þá fyrirætlan sem manni sýnist að standi til núna. Hvað í veröldinni fær þig til að trúa því að það sé betra að endureinkavæða allt, ekki bara bankana, heldur allt atvinnulífið þegar við komumst í gegnum þrengingarnar, eins og stefnir í að þurfi að gera, eftir þessa ríkisstjórn?

Gestur Guðjónsson, 27.5.2009 kl. 06:38

5 Smámynd: Héðinn Björnsson

Eru gjaldþrotaskifti skuldugustu fyrirtækjanna ekki forsenda þess að við getum risið undir erlendri skuldastöðu þjóðarbúsins? Hvernig sérð þú fyrir þér að við getum staðið undir vöxtum og afborgunum af erlendum skuldum sem eru áttfaldar útfluttningstekjur okkar?

Héðinn Björnsson, 27.5.2009 kl. 07:43

6 Smámynd: Fannar frá Rifi

Héðinn, ríkið og bankarnir eru ekki að setja fyrirtækin í þrot sem þau taka yfir.

Fannar frá Rifi, 27.5.2009 kl. 08:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband