Eru Jóhanna og Steingrímur að ritskoða Seðlabankann?

Ég sé ekki annað út úr þessari atburðarás, að lögfræðingar Seðlabankans komi fyrir þingnefnd og gefi álit, sem seinna er sagt þeirra persónulega álit, ekki Seðlabankans, en að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra ráðherra Seðlabankans og Steingrímur J Sigfússon, fjármálaráðherra, hafi ekki líkað það sem þeir sögðu og hafi sent skipun upp í Seðlabanka um að breyta yrði umsögn bankans um Icesave-samningana.

Til að gera orð lögfræðinganna marklaus, voru þau eftir á gerð að þeirra eigin persónulegu álit, ekki opinbert álit Seðlabankans.

Þetta héti knésetning Seðlabankans og ritskoðun á skýrslu þessarar sjálfstæðu stofnunnar ef rétt er...


mbl.is Svarar ekki ásökunum um að þingmenn hafi verið blekktir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband