Ósvífin mannorðsmorðstilraun þingmanna VG

Þingmenn vinstri grænna, þau Atli Gíslason og Álfheiður Ingadóttir veitast á afar ósvífinn hátt að mannorði sveitarstjórnarmanna í Skeiða- og Gnúpverjahreppi með því að villa um fyrir ófaglegri og hlutdrægri fréttastofu stöðvar 2, eins og sjá mátti í kvöldfréttum stöðvarinnar í gær.

Atli Gíslason spyr fyrrverandi sveitarstjóra Skeiða- og Gnúpverjahrepps á bloggsíðu hans, hvort sveitarstjórnarmenn hafi þegið greiðslur frá Landsvirkjun fyrir fundarsetur í tengslum við skipulag virkjanna í neðri hluta Þjórsár. Svarar sveitarstjórinn ranglega, en hann hefur annaðhvort ekki uggt að sér eða ekki talið sig eiga neitt inni, en hann var á sínum tíma látinn fara frá sveitarfélaginu.

Álfheiður Ingadóttir, sem heimtaði afsögn sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps í gærkvöldi, hefur enga aðkomu að málinu, þannig að það að hún skyldi, af öllum, koma í viðtal um málið getur ekki verið tilviljun. Hún hefur komið sér á framfæri.

Atli Gíslason, hæstréttalögmaður og Álfheiður Ingadóttir sem er þrautreyndur sveitarstjórnarmaður eiga að vita að allir þeir sem sitja í sveitarstjórnum landsins fá greitt fyrir þá vinnu sem þeir inna af hend í þágu sveitarfélagsins. Sveitarfélögin eiga að innheimta gjöld fyrir þann kostnað sem til fellur vegna hvers konar leyfisveitinga sem þau sinna. Oftast eru til staðlaðar gjaldskrár, en ef verkefnið er flókið, er eðlilegt að greitt sé samkvæmt reikningi. Fyrir því eru fjöldamörg dæmi.

Þannig að hér er um ósvífna meðvitaða tilraun til mannorðsmorðs að ræða, þar sem ófagleg fréttastofa stöðvar 2 er misnotuð og ber þessum aðilum öllum að biðjast afsökunar á framferði sínu.


mbl.is „Ekkert óeðlilegt við greiðslur LV“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þessi framkoma kemur ekki á óvart þegar Álfheiður Ingadóttir og Atli Gíslason eru annars vegar.

Gunnar Th. Gunnarsson, 3.9.2009 kl. 15:49

2 Smámynd: Rauða Ljónið

page { margin: 2cm } P { margin-bottom: 0.21cm } -->

Hér er aðeins verið að veitast að æru mann af illagerum einstaklingum.

Á sama tím þiggja þau Atli og Álfeiður laun fyrir ýmiss nefndarstörf á þingi er það ekki mútur eða heitur það eitthvað annað sem rennur í vasa þeirra.

Það má ekki búast við að þetta fólk biðjist afsökunar innræti er ekki slíkt.



Rauða Ljónið, 3.9.2009 kl. 15:59

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Það er í hæsta máta óeðlilegt að starfsmenn eða stjórnmálamenn á vegum sveitafélaga þyggir greiðslur af þeim sem sveitafélagið er að semja við.

Ef þú lest þér til um skilgreininguna á orðinu mútur kemst þú að því hvers vegna.

Atli og Álfheiður eiga heiður skilinn fyrir að vekja athygli á þess.

Ef það er ekkert óeðlilegt við framferði þessara aðila þá hlítur það að þola skoðun ekki satt?

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 3.9.2009 kl. 15:59

4 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Jakobína, reyndu að lesa það sem skrifað er, sveitarstjórnarmennirnir fengu ekki greiðslur frá Landsvirkjun, heldur hefðbundnar greiðslur frá sveitarfélaginu fyrir fundarsetu, eins og á hverjum öðrum fundi sem þeir sitja fyrir sveitarfélagið.

Sveitarfélagið endurheimti svo útlagðan kostnað hjá Landsvirkjun og það virðist fólk vera að nota í óheiðarlegum tilgangi til að sverta heiður og æru heiðarlegs fólks og ber skömm fyrir.

Gestur Guðjónsson, 3.9.2009 kl. 16:22

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Það hefur komið skýrt fram að það var Landsvirkjun sem greiddi fyrir störf þessara manna.

Hvers vegna þurfti að toga þessar upplýsingar upp úr sveitafélaginu með töngum ef það hafði ekkert að fela?

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 3.9.2009 kl. 16:29

6 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ps það að peningarnir fóru í gegnum tiltekið ferli breytir engu um það hvaðan þeir komu og hvert þeir fóru.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 3.9.2009 kl. 16:30

7 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Jakobína: Þú telur sem sagt eðlilegt að sveitarstjórnarmenn og þá aðrir kjörnir fulltrúar, einnig alþingismen gefi vinnu sína. Í þessu sveitarfélagi eru ekki fastar mánaðargreiðslur, heldur er greitt eftir fundasetu. Það átti einnig við í þessu tilfelli.

Það var ekkert togað upp með neinum töngum í þessu máli. Hvaðan hefur þú þær grillur? Atli Gíslason og Álfheiður Ingadóttir hafa afbakað málið skrumskælt og fært skammarlega í ljótan búning sem Stöð 2 gleypti hrátt.

Gestur Guðjónsson, 3.9.2009 kl. 17:35

8 Smámynd: Rauða Ljónið

Landsvirkjun greiddi engar greiðslur til sveitarstjórnarmanna í Skeiða- og

Gnúpverjahrepp.

Vegna fréttaflutnings af greiðslum Landsvirkjunar til Skeiða- og Gnúpverjahrepps er nauðsynlegt að

árétta að Landsvirkjun greiddi engar greiðslur til sveitarstjórnarmanna sveitarfélagsins.

Í samræmi við samkomulag Landsvirkjunar og sveitarfélagsins greiddi Landsvirkjun allan útlagðan

kostnað vegna aðalskipulagsbreytingarinnar en vinna við hana var mjög umfangsmikil eins og gefur

að skilja. Skipulagsbreytingin var eingöngu gerð að beiðni Landsvirkjunar og vegna fyrirhugaðra

virkjanaáforma. Ekki er því óeðlilegt að Landsvirkjun greiddi þann kostnað sem af breytingunni

hlaust. Ótækt er að velta kostnaði af verkefnum af þessari stærðargráðu yfir á íbúa viðkomandi

sveitarfélags.

Hvað varðar greiðslur til sveitarstjórnarmanna í Skeiða- og Gnúpverjahrepp þá krafði sveitarfélagið, í

samræmi við samkomulag, Landsvirkjun m.a. um greiðslu á þeim kostnaði sem sveitarfélagið hafði

orðið fyrir vegna lögbundinna greiðslna fyrir fundarsetu sveitarstjórnarmanna. Um var að ræða

greiðslur fyrir aukafundi og vinnufundi sem eingöngu voru haldnir vegna

aðalskipulagsbreytingarinnar. Fráleitt er því að ýja að því að borið hafi verið fé á sveitarstjórnarmenn.

Tekið skal fram að öll gögn um mál þetta eru opinber. Fylgja þau helstu með yfirlýsingu þessari

fréttamönnum til upplýsingar og glöggvunar. Vegna ummæla fyrrverandi sveitarstjóra er rétt að

fréttamenn hafi í huga að hann var látinn hætta hjá sveitarfélaginu.

Árnes, 3. september 2009.

Virðingarfyllst,

Gunnar Örn Marteinsson,

oddviti og sveitarstjóri

Eftirfarandi er 1. málsgrein 23. gr. Skipulags- og byggingarlaga:  "Sveitarstjórn ber ábyrgð á og annast gerð deiliskipulags. Landeiganda eða framkvæmdaraðila er þó heimilt að gera tillögu til sveitarstjórnar að deiliskipulagi eða breytingu á deiliskipulagi á sinn kostnað."  Sjá lögin í heild:  http://www.althingi.is/lagas/136b/1997073.html

Rauða Ljónið, 3.9.2009 kl. 18:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband