Ósamrýmanleg hlutverk Magnúsar Árna

Að sinna milligöngu um gjaldeyrisviðskipti til eigin hagsbóta, eins og haldið er fram hér í frétt Morgunblaðsins að Magnús Árni Skúlason hafi gert, fer engan vegin saman við setu hans í bankaráði Seðlabanka Íslands.

Er það óháð því hvort gjaldeyrishöft séu í gildi eður ei, þess þó enn frekar, en einnig óháð því hvort það sem Magnús Árni gerði sé löglegt.

Mér er verulega til efs að þingflokkur Framsóknar hafi haft vitneskju um þessa iðju Magnúsar Árna, sem kynntur er til leiks sem háskólakennari, þegar gengið var frá skipun hans.


mbl.is Gegn markmiðum Seðlabanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég er sammála þér Gestur. Ég hvorki vil né hef ástæðu til að trúa neinu misjöfnu á nýjan formann Framsóknarflokksins, þvert á móti. Mér þykir þetta verulegt dómgreindarleysi hjá Magnúsi Árna og vona að þingflokkurinn bregðist við.

Sigurður Þórðarson, 12.9.2009 kl. 12:25

2 Smámynd: Guðmundur Guðmundsson

Hver kynnti hann til leiks sem háskólakennara? Þarf ekki að senda þingflokk Framsóknar á tölvunámskeið?

Guðmundur Guðmundsson, 12.9.2009 kl. 13:09

3 Smámynd: Oddur Helgi Halldórsson

Rétt var hjá honum að víkja. Því miður eru dru....sok... ennþá það sem menn muna helst við framsókn. formaðurinn verður að fara að taka lýsi á morgnanna og hrista þetta af flokknum (ef hægt er) (ef þetta grasserar ekki enn á fullu) Þeir líta nú ekki beint út fyrir að vera kórdrengir, drengirnir í borginni

Oddur Helgi Halldórsson, 12.9.2009 kl. 21:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband