Erfitt að hjálpa þeim sem ekki vill hjálp

Íslendingar eru í vanda. Miklum vanda. Í þeirri stöðu á ekki að láta neins ófreistað til að bæta stöðu landsins á hvern þann hátt sem hægt er.

Einstengisháttur Jóhönnu Sigurðardóttur er með þeim hætti að maður trúir því vart og er hún líklegast að valda þjóðinni miklum búsifjum með því að láta þessa skapgerðarbresti sína hlaupa með sig í gönur.

Jóhanna Sigurðardóttir virðist haldin þeirri ranghugmynd að það geti ekkert gott komið frá Framsóknarflokknum. Ekkert. Ekki gat hún tekið efnahagstillögum Framsóknar í vetur með opnum hug, heldur með útúrsnúningi og skætingi, jafnvel þótt forsendan fyrir stuðningi Framsóknar við minnihlutastjórn hennar hefði einmitt verið að fara hefði átt í raunverulegar efnahagsaðgerðir. Aðgerðir sem enn bólar lítið sem ekkert á.

Nú hafa Framsóknarmenn frumkvæði að því að kanna lánamöguleika hjá frændum okkar Norðmönnum í samvinnu við norska systurflokkinn sinn, með góðum árangri.

Ef Íslendingar óska eftir hjálp Norðmanna liggur nú fyrir að þeirri bón yrði vel tekið.

En það getur Jóhanna ekki sætt sig við og sendir flokksbróður sínum tölvupóst sem ekki er hægt að skilja á annan veg en að hún vilji ekki láta trufla sig og óskar eftir því að þetta sé slegið út af borðinu.

Það svar fékk hún reyndar ekki en reynir samt að láta sem svo að Stoltenberg hafi slegið alla möguleika á stóru láni út af borðinu, sem er ekki rétt.

Það er ekki bara Höskuldur Þórhallsson sem skilur bréf Jóhönnu á þann hátt að hún sé í rauninni að biðja Norðmenn að vera ekki að trufla hana með góðri hjálp, heldur einnig Norðmenn, samanber frétt ABCnyheter, sem skilur málið á sama hátt.

Hvernig stjórnvöld eru það sem vilja ekki aðstoð þegar þau eru í nauð?


mbl.is Kallaði á neikvæð viðbrögð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Jóhanna og Steingrímur J eru að standa sig afbragsð vel og hafa ekki unnið yfir öðru en að njóta fyllsta trausts og stuðnings við sín verk.

Sigmundur Davíð og Höskuldur, lýðskrumarar Framsóknarflokksins eru hinsvegar allgerlega samir við sig og eru sér og okkur til skammar hvar sem þeir fara.

Svo er það stórmerkilegt að í sömu andrá og Sigmundur Davíð staðhæfir með tröllafasi til áherslu að ekkert sé heimskulegra en að taka lán til að treysta stöðu okkar (Silfur Egils fyrir viku) þá býsnast hann yfir að ekki sé gengið eftir og tekið 2000 milljarða króna lán frá Noregi.

Og svo þykist hann vera að redda því með gamblerum sér við hlið sem stýra vogunarsjóði sem er skráður til sama heimilis og fjármálasýslufyrirtæki föður hans.... Hvað er í gangi?

Helgi Jóhann Hauksson, 11.10.2009 kl. 23:53

2 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Þú talar ekkert um það sem ég fjalla um, af hverju Jóhanna vill ekki leita eftir aðstoð Norðmanna?

Það myndi setja okkur í miklu betri stöðu gagnvart bretum og hollendingum.

Bara það eitt gerir það þess virði að skoða þennan möguleika með opnum hug.

Gestur Guðjónsson, 11.10.2009 kl. 23:55

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ekki ber öllum saman um hvað hefur farið manna á millum. Í norsku pressunni er allt önnur sýn á hlutina og önnur orð viðhöfð, en kemur fram í spunaverksmiðju Samfó.  Lestu þetta.

Haft eftir Jóhönnu:

Javisst hadde det vært verdifullt å ha tilgang til ett lån i størrelsesorden 100 milliarder norske kroner, spesielt om det ikke var knyttet til Icesave og IMF. Men ingenting tyder på at vi trenger noen større lånepakke enn den som allerede er avtalt",...skriver hun til oss. 

Jón Steinar Ragnarsson, 12.10.2009 kl. 00:06

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég sé ekki betur en að Samfó hafi breytt póstunum, falsað þá til fjölmiðla, eða þá að fleiri póstar fóru milli manna um efnið. Ef svo er, þá er þetta lögreglumál.

Jón Steinar Ragnarsson, 12.10.2009 kl. 00:11

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Kære Jens,

Jeg vil igen sige hjerteligt til lykke med resultatet i valget, her i Island har regeringen desværre mange svære saker at handle med.

Jeg beklager at tage op en sag som har fået relativt stor opmærksomhed i Island, d.v.s. Per Olav Lundteigens erklæring til en Althingsmand fra det islandske Fremskridtsparti, Senterpartiets søsterparti, om at Norge er villig til at låne Island 100 milliarder norske kroner. Vi ved godt at Lundteigen taler for egen regning og kender godt den norske regerings holdning men det gælder ikke for alle her i landet og Fremskridtspartiet i Island beskylder regeringen for ikke at følge op på deres initiativ.

Til at undgå fortsat tvivl, vil jeg gerne spørge om den norske regerings holdning kan blive videre klargjort i svar til Lundteigens udspil? Er hans udspil realistiskt?

Jeg ville gerne få svar fra dig så tidligt som muligt.

Jeg glæder mig til det nordiske møde i Stockholm i slutning af denne måned.

Med venlig hilsen,

Jóhanna.

Ég spyr: Er þetta sama bréfið og birt var hér í dag?  Aldeilis ekki.

Jón Steinar Ragnarsson, 12.10.2009 kl. 00:18

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Taktu eftir að það er sífellt klifað á að lánið sé að ákveðinni upphæð. 100 milljónir. Það er ekki það sem um er að ræða, heldur aðeins nefnt einhverskonar viðmið, ef í hart fer. Hér passar Jóhanna sig enn og aftur á að halda sig við þá lygi að beðið sé um 100 milljarða lán.

Það sem Sigmundi gengur til, er að tryggja bakland, ef við þyrftum að henda AGS út. Það er viljandi asnúið út úr því.

Jón Steinar Ragnarsson, 12.10.2009 kl. 00:24

7 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Kæri Jens

Ég endurtek hjartanlegar hamingjuóskir mínar með árangurinn í kosningunum en hér á Íslandi er ríkisstjórnin því miður að fást við fjölmörg erfið málefni.

Mér þykir miður að trufla með að nefna við þig mál sem hefur vakið talsvert mikla athygli á Íslandi, það er að segja yfirlýsingu Per Olav Lundteigens til alþingismanns íslenska Framsóknarflokksins, systurflokks Miðflokksins, um að Noregur sé reiðubúinn að lána Íslandi 100 milljarða norskra króna. Við gerum okkur vel ljóst að Lundteigen talar fyrir sig og afstaða norsku ríkisstjórnarinnar er okkur vel kunn. Það gildir hins vegar ekki um alla hér á landi og Framsóknarflokkurinn á Íslandi sakar okkur um að fylgja ekki eftir frumkvæði sínu.

Til þess að komast hjá frekari vafa, vil ég leyfa mér að spyrja hvort hægt sé að fá nánari skýringar á afstöðu norsku stjórnarinnar sem svari tillögu Lundteigens? Er útspil hans raunhæft? Mér þætti vænt um að fá svar frá þér við fyrsta tækifæri. Ég hlakka til norræna fundarins í lok þessa mánaðar.

Með kærri kveðju, Jóhanna

Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.10.2009 kl. 02:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband