Pólitískur stöðugleiki er forsenda alls annars

Stærsta vandamál íslensks samfélags í dag eru ekki himinhæðir stýrivaxta, gjaldeyrishöft, Icesave né AGS.

Stærsta vandamál íslensks samfélags er að í landinu er ekki lengur pólitískur stöðugleiki.

Dæmi um birtingarmynd þessa pólitíska óstöðugleika eru fjárlögin sem sett eru fram sem frumdrög, ekki fullmótað frumvarp, stöðugleikasáttmáli sem ekki er virtur og alger trúnaðarbrestur milli stjórnarflokkanna í atvinnumálum og skattamálum.

Meðan ekki er pólitískur stöðugleiki, þora hvorki erlendir né innlendir fjárfestar að fara í neinar fjárfestingar og draga frekar úr en hitt, til að minnka áhættu sína.

Á meðan verður lítið um endurreisn og á því bera stjórnarherrarnir alla ábyrgð. 

Engir aðrir.


mbl.is Í bið vegna orkuskatts
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband