Sósíalistar kynda verðbólgubálið

Af öllum skattahækkunum eru hækkanir sem hafa áhrif á verðlag þær verstu. Þær koma við pyngju almennings á þrennan hátt, meðan hefðbundnar tekjuskattshækkanir fara beint í pyngju almennings, en þó bara einu sinni.

Hækkun á sköttum á vöru og þjónustu hækkar nefnilega verðlag, sem rýrir kaupmátt fólks beint, en hún hækkar einnig vísitöluna sem hækkar aftur vísitölutryggð lán og afborganir og ekki má gleyma því að hátt verðbólgustig gefur aðilum afsökun til að hækka eigin þjónustu og vörur.

Ríkissjóður hagnast aftur á móti á verðbólgunni, þar sem hann fær ekki bara hækkaða veltuskatta, meðan skattpíningin minnkar ekki veltu um of, heldur fær ríkissjóður einnig aukinn fjármagnstekjuskatt af verðbótum verðtryggðra innlána.

Fyrirkomulag vaxtabóta er með þeim hætti hér á landi að áhrifin virka ekki í hina áttina, vegna þess hámarks sem er ávaxtabótum, sem í flestum tilfellum er nýtt að fullu.

Sömuleiðis eru fjárlög gerð upp í fastri krónutölu, þannig að í rauninni er kyndingin á verðbólgubálinu dulin leið ríkisstjórnarinnar til að skera niður flatt.

Sósíalistaríkisstjórnin virðist því ekki í neinu hafa áhuga á því að halda verðbólgunni í skefjum, sem þó er forsenda fyrir því að fólk og fyrirtæki geti gert trúverðugar áætlanir og þori að hefja framkvæmdir og endurreisn og tryggja framtíðartekjuöflun þjóðarinnar.

Frekar pissar hún í skóinn í þeim blinda misskilningi að skattar búi til peninga.


mbl.is Áfengisgjaldið hækkar um 42% á einu ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ThoR-E

Þetta er alveg merkilegt.

 Þessar lausnir vinstri manna eru alveg met. Lausnir þeirra eru að hækka skatta og setja á nýja skatta.

Hinn stjórnarflokkurinn hugsar á meðan aðeins um að koma landinu í ESB þótt 70% þjóðarinnar sé á móti því.

Guð hjálpi okkur öllum .... því ekki gera stjórnvöld það.. 

ThoR-E, 25.11.2009 kl. 21:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband