Gjaldþrot íhaldsins staðfest
30.1.2009 | 16:11
Það er með ólíkindum að þörf sé á að stofna þennan starfshóp í þeim flokki sem borið hefur ábyrgð á efnahagsstjórn landsins síðustu 17 ár.
Var sem sagt ekkert búið að kortleggja hvað þyrfti að gera til að endurreisa atvinnulífið alla þá rúmu 100 daga sem nú eru liðnir frá bankahruninu?
Þvílíkt gjaldþrot!
![]() |
Vilhjálmur leiðir endurreisnarnefnd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samvinnufélög í matvöru
28.1.2009 | 22:47
Þegar matvörumarkaðurinn hér á landi er borinn saman við markaðinn í nágrannalöndunum kemur í ljós að þar, eins og hér, er markaðnum skipt á milli fárra stórra keðja.
Samt virðist álagning hér vera talsvert meiri en þar, þótt tillit sé tekið til kostnaðarþátta.
Munurinn liggur að mínu mati í því að á Norðurlöndunum og víðar er í það minnsta einn þessara stóru aðila á markaðnum samvinnufélag, sem hefur ekki hagnað að leiðarljósi, heldur hagstæð kjör fyrir félagsmenn.
Hinar keðjurnar verða svo að keppa við þær keðjur í verði og neyðast því til þess að stilla álagningu í hóf.
Því er ekki til að dreifa hér.
![]() |
Mótmæltu hækkun vöruverðs í Krónunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Forsetinn krefst stjórnlagaþings
26.1.2009 | 18:11
Ég get ekki túlkað forsetans á annan veg en að hann ætli að leggja afstöðu flokkanna til stjórnlagaþings til grundvallar því hver fær stjórnarmyndunarumboð.
Stuðli hann með því að við tökum stjórnskipulagið til endurskoðunar, væri það eitt mesta framfaraverk sem unnið hefur verið í þessu embætti.
![]() |
Skapa þarf samfélagslegan frið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dagur VG
26.1.2009 | 13:52
Nú kemur í ljós hvort Vinstri hreyfingin - grænt framboð er stjórnmálaflokkur eða samtök.
Ef VG geturgengist undir þær málamiðlanir sem ríkisstjórnarsamstarf krefst er flokkurinn flokkur, annars er hann kosningabandalag.
![]() |
Stjórnarsamstarfi lokið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ég geri eina kröfu til ríkisstjórnarflokkanna
26.1.2009 | 10:15
...og aðeins eina.
Standið saman.
Það er kannski fram á of mikið farið, en ef ríkisstjórnarflokkarnir ná að standa saman, leysist hitt meira og minna af sjálfu sér.
Það er gert með einni lítilli samþykkt.
Að ríkisstjórnin sammælist um að starfa sem samhent fjölskipað stjórnvald, þar sem meirihluti ræður, en ekki samkoma einræðisherra í hverju ráðuneyti, þar sem hver bendir á annan og allir vinna í kross.
![]() |
Þingflokksfundir hefjast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Upphaf prófkjörsbaráttu Björgvins og Lúðvíks
25.1.2009 | 12:33
Þessa hárréttu og virðingarverðu ákvörðun Björgvins G Sigurðssonar, að segja af sér og biðja um að skipt verði út í Fjármálaeftirlitinu í leiðinni, sem eykur svo aftur pressuna á því að Sjálfstæðisflokkurinn geri slíkt hið sama gagnvart Seðlabankanum, verður líka að skoða í þúfnapólitísku ljósi.
Lúðvík Bergvinsson, helsti keppinautur Björgvins um forystu í Samfylkingunni í Suðurkjördæmi, var einn frummælenda á fundi Samfylkingarfélagsins í Reykjavík um daginn. Félagi sem hann á í rauninni ekkert að vera að skipta sér af. Þar opinberaði hann andstöðu sína við ríkisstjórnina og hefur örugglega talað upp í eyru margra Samfylkingarmanna í Suðurkjördæmi og styrkt með því stöðu sína gagnvart Björgvini.
Þessum vangaveltum til staðfestingar, notaði Björgvin G Sigurðsson þennan fréttamannafund til að lýsa skoðun sinni á því innanflokksmáli, hvernig hann teldi að velja eigi á lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi, með opnu prófkjöri, nú þegar ljóst er að kosið verður í vor.
Þannig að ákvörðunin var kannski ekki eins stór og flott og hún leit út fyrir í fyrstu.
En ég tek samt hatt minn og húfu ofan fyrir frumkvæði Björgvins, það á örugglega eftir að lengja veru hans í íslenskum stjórnmálum.
![]() |
Björgvin segir af sér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Hvaða skoðun hafa 3,6% Frjálslyndra?
24.1.2009 | 15:58
Það er allrar athygli vert að 51,6% skuli vera á móti aðildarviðræðum, 34,8% fylgjandi, 9,5% óákveðnir og 0,5% kusu ekki á réttan hátt.
En hver er skoðun þeirra 3,6 prósenta sem ekki var gert grein fyrir, en í fréttinni var gerð grein fyrir afstöðu 96,4% þeirra sem þátt tóku?
Eins væri nú eðlilegt í svona frétt að gerð yrði grein fyrir þátttökuhlutfalli.
![]() |
Frjálslyndir hafna ESB-aðild |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kærleik takk
24.1.2009 | 10:39
Á meðan auðmennirnir hrærðu í og hirtu til sín nammiskálar íslensku þjóðarinnar klappaði ríkisstjórnin, stjórnkerfi hennar og mestöll þjóðin. Þar erum við meira og minna öll sek.
Við nutum aukinna skatttekna, aðgengis að lánsfjármagni og almenns hagvaxtar sem nú er komið í ljós að hafi verið byggður að talsverðu leiti á sandi.
Auðvitað ber ríkisstjórnin meiri ábyrgð en við hin á viðbrögðunum en ekki síður viðbragðsleysinu í aðdraganda hrunsins, í hruninu og eftir hrunið.
En auðmennirnir sem nýttu sér gallana í regluverkinu og brutu reglurnar bera fyrst og síðast meginábyrgðina. Við skulum ekki gleyma því í öllum hamagangnum
Það viðhorf Harðar Torfasonar og fleiri forsvarsmanna mótmælanna að segja tilkynningu Geirs H Haarde eitthvað fjölmiðlabragð er fyrir neðan allar hellur. Það ber vott um að kærleikurinn sé horfinn úr hjörtum þeirra.
Það er slæmt.
Ef við getum ekki sýnt fólki samúð í erfiðleikum og veikindum þess og látum þá heift og hatur sem ummæli þeirra bera vitnisburð um, stjórna orðum okkar og athöfnum, verður Nýtt Ísland ekki byggt á kærleik og verður því ekki fordómalaust, sanngjarnt og réttlátt.
![]() |
Greinilega snúið út úr ummælum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Fannst stefnan?
23.1.2009 | 11:30
Áður boðuðu þingi Samfylkingarinnar, þar sem leita átti að stefnu flokksins, hefur verið frestað.
Líklegast hefur hún fundist.
Því ber að fagna.
![]() |
Framtíðarþingi frestað vegna stjórnmálaástandsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heiður og sómi
23.1.2009 | 10:22
Þetta eru mótmæli sem vonandi hafa áhrif til góðs á alla lund.
Hafið þökk fyrir
![]() |
Friðsamleg mótmæli í nótt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |