Landsbyggðaskattur

Segjum sem svo að ríkinu sé fært að sækja fé í þrotabú bankanna.

Þá er ekki hægt að segja annað en að það sé skattfé.

Segjum svo aftur sem svo að farið verði í skuldaleiðréttingar og stórum hluta eða öllu af því fé verði nýtt í þær, en ekki í niðurgreiðslu ríkisskulda og innviðauppbyggingu.

Þá verður þessum skatti útdeilt á SV horninu að langmestu leiti.

Þannig að þessi ráðstöfun er klárlega landsbyggðaskattur 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þessvegna vekur ákveðna furðu fylgi Framsóknar á Landsbyggð. Sem sínir vel, að fólk hefur ekkert hugsað út í málið. Þetta er bara einhver stemming án allrar hugsunnar.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 13.4.2013 kl. 01:12

2 Smámynd: Jón Þór Helgason

Þá spyr ég; hvernig varð þessi stattstofn til? Var hann ekki til þar sem skuldirnar uxu?

Þessi málfluttingur þinn bendir til mikillar málefnafátæktar við að aðstoða heimilin og frábært að flokkur sem ætlar að bjarga heimilum undan vertrygginunni með að ganga í ESB hefur ekki áhuga á að hjálpa fólki sem er búið að lenda í 40% hækkun lána á 5 árum.

Jón Þór Helgason, 13.4.2013 kl. 10:55

3 Smámynd: Rafn Guðmundsson

söf - ég skil þig en hvað með þá sem á krónur - hún lækkaði mikið og hver ætlar að lagfæra það

Rafn Guðmundsson, 13.4.2013 kl. 12:26

4 Smámynd: Rafn Guðmundsson

forsendubresturinn var ekki bara hjá þeim sem skulduðu

Rafn Guðmundsson, 13.4.2013 kl. 12:27

5 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Reyndar má hafa samúð með þeim sem létu glepjast af boðum bankanna að færa innstæður yfir í peningamarkaðsbréf. Áreitið var mikið og þau útibú sem "stóðu sig illa" í að færa innstæður í bréf voru skömmuð.

Gestur Guðjónsson, 15.4.2013 kl. 09:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband