Síðasti forseti lýðveldisins?
10.2.2009 | 13:38
Þetta viðtal er ekkert annað en mistök af hálfu Ólafs Ragnars.
Mistök manns sem er reyndur úr stjórnmálunum og öðrum opinberum störfum og ætti að þekkja hættuna á að allt sem sagt er sé slitið úr samhengi. Því á Ólafur Ragnar ekki að tjá sig á neinn hátt um mál sem varða hagsmuni sem þessa.
Með þessum hætti er hann að leggja þeim, sem vilja leggja forsetaembættið niður, vopn í hendur. Það er miður.
![]() |
Viðtalið tekið úr samhengi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eina vitræna nálgun ESB spurningarinnar
9.2.2009 | 22:48
...er að gera sér fyrirfram grein fyrir hvaða markmiðum þurfi að ná, sækja um og sjá hvernig tekið verður í þær kröfur og hvað greiða þurfi fyrir aðganginn að öðru leiti og sjá hvað fæst í staðinn.
Að því loknu er fyrst hægt að taka upplýsta, vitræna afstöðu til þess hvort Ísland eigi að vera fyrir utan eða innan ESB.
![]() |
Styður aðildarumsókn Íslands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flugeldasýning Davíðs er byrjuð
8.2.2009 | 18:25
Í svarbréfi sínu til Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra kemur Davíð Oddsson formaður seðlabankastjórnar sjónarmiðum sínum á framfæri á einföldan og skýran hátt, eins og honum einum er lagið.
Úr hverri setningu má greina það háð og spott sem er vörumerki Davíðs Oddssonar og hans helsta vopn og stjórntæki frá upphafi.
Óskar forsætisráðherra eftir því að hann hætti, þar sem hann sé ekki hagfræðingur, um leið og hagfræðingi er vikið úr ráðuneytisstjórastöðu efnahagsráðuneytisins fyrir lögfræðingi. Með sömu rökum er óskað eftir því að aðrir seðlabankastjórar, sem eru hagfræðingar, óski lausnar. Að formaður bankastjórnarinnar sé ekki hagfræðingur!
Tekur hann til þess að engin dæmi séu tiltekin því til rökstuðnings að bankastjórar Seðlabankans hafi orskað eða aukið á efnahagshrunið. Reyndar hefði maður talið að slík dæmi væru fyrir hendi, en svo virðist sem forsætisráðherra hafi ekki treyst sér til að tiltaka þau.
Er greinilegt að þetta munu ekki verða síðustu orð Davíðs Oddssonar í málinu, enda segir hann
"Margt skýrir þær ófarir sem orðið hafa í efnahagsmálum hér á landi sem annarsstaðar. Mun það síðar verða mjög rætt."
Flugeldasýning Davíðs Oddssonar er bara rétt að byrja...
![]() |
Davíð segir ekki af sér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvalveiðar breyta engu um ferðamennskuna
5.2.2009 | 22:22
Hvort við veiðum hval eða ekki breytir engu fyrir ferðamennskuna hér á landi.
Útlendingar halda nefnilega að við séum að veiða hval, hvort sem við gerum það eða ekki.
Þess vegna er um að gera að reyna að fá þær tekjur af hvalveiðum sem í boði eru og auka um leið lífrýmið í sjónum fyrir aðra nytjastofna okkar, á sjálfbæran hátt.
![]() |
Vond stjórnsýsla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Borgarfulltrúinn Ólafur F Magnússon beitir kröftum sínum á hæsta máta undarlegan hátt og telur rétt að eyða sínum kröftum í karp um formsatriði í stað þess að fjalla um málefni borgarbúa og hvað þeim er fyrir bestu.
Er hann í sífellu að gera athugasemdir við það hvernig réttkjörnir borgarfulltrúar haga sínum málum.
Ef hann telur að borgarfulltrúar eigi að haga gjörðum sínum með öðrum hætti en kosningalög og sveitarstjórnarlög segja fyrir um og haga sér eftir því hversu mörg atkvæði menn hafa nákvæmlega á bakvið sig, á hann að beita sér fyrir því á Alþingi að sveitarstjórnarlögum verði breytt.
Meðan lagaramminn er þessi, ber honum skylda til að virða hann og haga sínum störfum samkvæmt þeim, eða telur hann kannski að ekki hafi verið rétt staðið að síðustu borgarstjórnakosningum?
Ólafur F hefði þá átt að gera þær athugasemdir á réttum stað á réttum tíma.
![]() |
Mótmælir framsóknarvæðingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Margur heldur mig sig
4.2.2009 | 15:16
Ég óska eftir því að þeir Sjálfstæðismenn sem þora að sverja að þeir hefðu ekki skipt um forseta Alþingis, væru þeir að koma inn í ríkisstjórn, gefi sig nú þegar fram.
![]() |
Guðbjartur kjörinn þingforseti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nú eru menn að tala saman!
3.2.2009 | 22:39
Greinargerð Indriða H Þorlákssonar um þjóðhagsleg áhrif áliðnaðarins á íslenskan þjóðarhag og viðbrögð Samtaka iðnaðarins við henni er með því betra sem maður hefur séð í samfélagsumræðunni lengi. Rökræða á upphrópunarlausum grunni.
En ef viðhorf Indriða, um að ekki eigi að reikna afleidd störf inn í þjóðhagsleg áhrif álvera, yrði yfirfært á aðra starfsemi í landinu, mætti ekki reikna starfsemi afurðastöðva sem hluta landbúnaðar, sem gerði illréttlætanlegt að vernda íslenskan landbúnað og starfsemi fiskvinnslu sem hluta fiskveiða, sem gerði illréttlætanlegt að vera á móti því að flytja hann óunninn úr landi.
Þær hendur sem hefðu atvinnu af því hefðu einhverja aðra verðmætaskapandi iðju ef þess nyti ekki við. Að mínu mati átti þetta tæplega við þegar þenslan var sem mest og alls ekki nú, þegar atvinnuleysi fer vaxandi.
Ég hlakka til að sjá viðbrögð Indriða við viðbrögðum SI.
![]() |
Vanmetur mikilvægið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Jóhanna ræðst á garðinn
2.2.2009 | 23:30
Það ætla ég rétt að vona að sú flugeldasýning sem hefst um leið og Davíð kemur aftur til landsins í vikunni, eftir að ljóst er að reka eigi hann úr Seðlabankanum, muni ekki kosta þjóðarbúið of mikið.
En flugeldasýning verður það, svo mikið er víst...
![]() |
Seðlabankastjórar víki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
VG setti eitt orð á réttan stað
1.2.2009 | 23:19
Það var mikils virði að sjá að nýja ríkisstjórnin skuli hafa borið gæfu til að orða ríkisstjórnarsáttmálann með þessum hætti:
"Engin ný áform um álver"
Ef VG hefði hins vegar orðað setninguna "engin áform um ný álver" hefði það þýtt að Helguvík og Bakki hefðu verið slegin út af borðinu.
Það er sem betur fer ekki tilfellið.
![]() |
Slá skjaldborg um heimilin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |