Rannsókn á hinni endanlegu skjaldborg
23.3.2010 | 21:56
Það er furðulegt að nú eigi að rannsaka skuldastöðu heimilanna, sérstaklega í ljósi þess að forsætisráðherra taldi sig geta fullyrt þegar hún kynnti síðasta aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar, að nóg væri að gert fyrir fjölskyldur í landinu.
En þessu frumvarpi ber að fagna, því óháð þeirri glámskyggnu yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar að nú sé nóg að gert fyrir fjölskyldur landsins, mun þessi rannsókn leiða svo ekki verður um villst þörfina á almennum aðgerðum til að bjarga fjárhag heimila landsins, sem urðu fyrir algerlega ófyrirsjáanlegum forsendubresti allra sinna skuldbindinga í hruninu.
Á sama hátt og fjármagnseigendum landsins var bættur þessi forsendubrestur, er ekkert nema eðlileg og sjálfsögð krafa að slíkt hið sama verði látið ganga yfir skuldara landsins.
Ef ekki verður gripið til almennra aðgerða í þessa veru, er full ástæða til að óttast algert viðskiptasiðrof í landinu, sem yrði enn meiri skaði en nokkur sá skaði sem þjóðin hefur þegar orðið fyrir í þessu hruni..
![]() |
Rannsókn á skuldastöðu heimila |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Loksins loksins - vonandi verður horft til samvinnuhugsjónarinnar
17.3.2010 | 12:18
Það var kominn tími til að kynntar verði aðgerðir stjórnvalda vegna skuldavanda heimilanna.
Það er eðlilegt og sanngjarnt að sá forsendubrestur sem varð í hruninu verði leiðréttur að því marki sem hægt er í almennum aðgerðum, en hagur almennra fjármagnseigenda var tryggður með neyðarlögunum en lítið sem ekkert hefur verið gert fyrir hinn almenna skuldara.
Horfum til samvinnuhugsjónarinnar
Gagnvart hinum sem eru verst settir er eðlilegt að líta til samvinnuhugsjónarinnar, þegar um yfirveðsett húsnæði er að ræða sem fólk mun aldrei ráða við, þrátt fyrir hinar almennu aðgerðir.
Það að gefa fólki einhvern frest eftir að það hefur í raun misst húsnæði sitt eða að þvinga lánveitendur til að leigja þeim sem misst hafa húsnæði sitt, gerir ekkert annað en að seinka enduruppbyggingunni, grafa undan lánamarkaðnum, rýra hann trausti. Trausti lánveitenda í þessu tilfelli, sem ekki geta gengið að veðum sínum.
Það sem aftur á móti er hægt að gera núna til að veita skuldsettum fjölskyldum von, er að leita í samvinnuhugsjónina eftir lausnum.
Þær fjölskyldur sem sjá ekki fram úr skuldavanda sínum, geti, í samkomulagi við lánveitendur, lagt íbúðina inn í samvinnufélag, búsetafélag, þar sem fólk keypti búseturétt (smám saman í gegnum leigu eða með láni), en lánveitandinn, hugsanlega og líklegast örugglega í samstarfi við ríkið gegnum Íbúðalánasjóð eða sjálfstæða stofnun og hugsanlega einnig lífeyrissjóðina, fengi sanngjarna uppgreiðslu á viðkomandi láni eða lánum. Búsetufélagið/félögin ættu og rækju eignirnar og innheimtu leigugjald af íbúunum, sem eignuðust búseturétt, sem væri seljanlegur.
Með þessu yrði til ríkis- eða lífeyrissjóðavæddur húsnæðismarkaður, sem byggði á félagslegum gildum, með hagsmuni félagsmanna sinna að leiðarljósi, til hliðar við leigumarkaðinn og eignamarkaðinn.
![]() |
Kynna aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Við hvaða laun missa menn verkfallsrétt?
12.3.2010 | 11:02
Kristján Möller og aðrir stjórnarsinnar segjast ekki vorkenna flugumferðastjórum að vera hótað lagasetningu vegna þess að þeir hafi há laun.
Við hvaða laun miða Samfylkingin og VG þegar þetta er sagt. Við hvaða laun missa menn verkfallsréttinn?
![]() |
Flugumferðarstjórar aflýsa verkfalli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Virðing og virðingarleysi fyrir stjórnskipuninni
6.3.2010 | 11:45
Forsætisráðherra og fjármálaráðherra lýsa því yfir að þau ætli ekki að kjósa í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Með því vanvirða þau þá stjórnarskrá og stjórnskipan sem þau sækja sjálf vald sitt í.
Kosningarétturinn er einn helgasti réttur hvers þegns og það er skylda allra sem hafa þann rétt að nýta hann, sama hvað þeir svo kjósa.
Það að nýta hann ekki er að samþykkja niðurstöðu meirihlutans, þannig að um leið og þau vanvirða þá stjórnarskrá sem þau hafa undirritað eiðstaf að, eru þau í raun að hafna þeim lögum sem þau hafa sjálf samþykkt á Alþingi.
![]() |
Ólafur Ragnar búinn að kjósa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |