Getur ríkisstjórnin enn talað um meinta kreppu?

Það að setja neyðarlög með afbrigðum er vísbending um eitt.

Ástandið er verra en okkur hefur verið sagt hingað til.

Hvað er þá að marka þá fullyrðingu Jóhönnu Sigurðardóttur um að ríkisstjórnin hafi gert nóg fyrir fjölskyldurnar í landinu ef frumvörp hennar verða samþykkt?

Við erum því miður að horfa á raunverulega hættu á algeru kerfishruni vegna aðgerðarleysis minnihlutastjórnar sem stofnað var til með stuðningi Framsóknar með því fyrirheiti að fara ætti í róttækar aðgerðir til að slá skjaldborg um heimilin og fyrirtækin í landinu.

Ekkert slíkt hefur enn komið fram úr þeim herbúðum og tillögur annarra til að hefur verið tekið fálega, án rökstuðnings, bara útúrsnúningi. Slíkt er ábyrgðarhluti og er Jóhanna fallin af þeim háa stalli sem ég taldi hana vera á.


mbl.is Gjaldeyrisfrumvarp að lögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband