Athyglisverður punktur um ferðamál og virkjanir
9.4.2007 | 22:13
Tómas Gunnarsson skrifar frá Kanada
"Ferðaiðnaður og virkjanir
Það er býsna oft sem ég heyri talað um að það að gera út á "túrhesta" og virkjanir fari ekki saman. Á mörgum er að skilja að Íslendingar verði að velja annað hvort.
Líklega verður að gera ráð fyrir því að þeir sem svo tali hafi aldrei komið í eða heyrt af Bláa lóninu."
Bætt skattaumhverfi fyrirtækja - sporin hræða
9.4.2007 | 17:10
![]() |
Sjálfstæðisflokkur stefnir að frekari skattalækkunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Biskup er greinilega sammála núverandi stjórnvöldum
8.4.2007 | 15:22
Biskup Íslands, Hr. Karl Sigurbjörnsson kemur inn á mikilsverða hluti í páskaprédikun sinni. Ég er ekki að sjá að biskup sé kominn í neina stjórnarandstöðu - eins og sumir hér á blogginu halda fram. Hann bendir einfaldlega á að framtíð lífs á jörðu sé ógnað af mannavöldum, sem er í algerum samhljóm með þeirri stefnu sem núverandi stjórnvöld hafa sett sér um takmörkun losunar gróðurhúsalofttegunda og í algerum samhljóm um stefnumörkun hins opinbera um sjálfbæra þróun.
"Til að hamla gegn aðsteðjandi umhverfisvá þarf samstillt átak hinna mörgu. En umfram allt þurfum við öll að horfa í eigin barm og endurmeta lífsstíl ágengni og sóunar og temja okkur lífsstíl hófsemi og hógværðar. Við verðum að fara að horfast í augu við að draumar okkar og framtíðarsýnir séu ef til vill byggðar á kolröngum forsendum. Að áherslan á endalausar framfarir, sívaxandi auð og velsæld, mátt hins hrausta, sterka og stælta, er tál. Á móti kröfum hátækni og háhraða og hámörkun afkasta og ágóða, þarf að koma vægi alúðar og umhyggju fyrir lífinu, landinu, náunganum, ungviðinu veika og brothætta. Meistarinn, sem dó á krossi og reis af gröf, er frelsari heimsins, frelsari þinn."
Þótt við í okkar daglega lífi séum agnarsmá í samanburði við mannkyn allt, þá skiptir okkar hegðun máli í þessu samhengi sem öðru. Okkar kærleikur, hlýja og umhyggja gerir lífið betra, ekki bara fyrir okkur sjálf, heldur alla í kringum okkur og þá vonandi aftur á þá sem eru þar um kring.
Hið sama á við um kærleik okkar, hlýju og umhyggju fyrir komandi kynslóðum sem við meðal annars sýnum með því að láta gott af okkur leiða í umhverfismálum. Um það snýst hugsunin um sjálfbæra þróun meðal annars.
Við fáum ekki jörðina í arf frá forfeðrum okkar, heldur að láni hjá afkomendum okkar.
Gleðilega páska
![]() |
Áherslan á endalausar framfarir er tál |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Gleðilega páska
8.4.2007 | 12:38
Þetta er mergurinn málsins
7.4.2007 | 17:10
![]() |
Þekking mikilvægt framlag til lausnar loftslagsvandans |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kosningaloforð Framsóknar - úttekt Fréttablaðsins
7.4.2007 | 11:45
Fréttablaðið fer í skemmtilega úttekt á nokkrum af þeim kosningaloforðunum sem núverandi stjórnarflokkar gáfu fyrir síðustu kosningar. Fréttamennirnir velja sér atriði sem staðið var við og atriði sem ekki var staðið við. Fjöldinn allur af málum er sem sagt ekki hafður með og verður að skoða umfjöllunina í því ljósi að umfjöllunin er ekki tæmandi. Einnig ber að horfa til þess að ályktanir flokksþings eru ekki aðgerðaráætlun til næsta kjörtímabils, heldur langtímamarkmiðasetning. Nýtt form ályktana á síðasta flokksþingi greindi betur á milli þess sem lagt er til að gert verði á næstu 4 árum og hvað eigi að fara í hið fyrsta, eftir því sem tök er á, svo markmiðum og sýn Framsóknarmanna verði að veruleika.
Sum af málunum duttu út af borðinu strax við gerð stjórnarsáttmálans, sbr leikskólaskyldu 5 ára barna, sem er enn inni í ályktunum Framsóknar frá síðasta flokksþingi.
Í samvinnu við bankana var komið á kerfi þar sem námsmenn geta fengið bankaábyrgð fyrir lánum þannig að markmiðið náðist, þótt sú leið sem var í stefnu Framsóknar hafi ekki verið farin.
Áætlanir um nýtingu orku í heimahéraði eru í fullum undirbúningi fyrir austan og fyrir norðan, en rétt er að SV-land og Vesturland hafa fengið góðan skerf af orku Sunnlendinga. Á því verður vonandi ráðin bót, enda um að ræða framtíðarmarkmiðasetningu.
Rammaáætlun var ekki lokið, þótt það kæmist inn í stjórnarsáttmálann. Það er miður.
Ákvæði um sameign á auðlindum þjóðarinnar í stjórnarskrá var stöðvað af stjórnarandstöðunni.
RÚV ohf var stofnað, en stjórnarsáttmálinn fjallaði ekki um hann og það er alveg rétt að ekki var farin sú leið sem Framsókn lagði til. Opinbert hlutafélag er þó ekki það sama og almennt hlutafélag og má segja að sú málamiðlun sem náðist sé viðunandi, sérstaklega þegar litið er til þess samnings sem gerður var við félagið.
Tekjustofnanefnd um tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga hefur verið að störfum allt kjörtímabilið, en hefur ekki enn lokið störfum, og er það ekki eingöngu á ábyrgð ríkisstjórnarinnar, heldur beggja aðila, svo það er ekki sanngjarnt að taka þetta mál fram og kenna Framsókn um.
Biðlistum eftir búsetu fatlaðra var ekki eytt á kjörtímabilinu, en búið er að gera áætlun og tryggja fjármögnun þess verkefnis. Þess vegna er auðvelt fyrir aðra flokka að lofa því á næsta kjörtímabili. Það er búið að koma málinu í farveg.
Persónulega er ég á móti því að afnema verðtryggð lán, en þau eru ekki eðlileg á skammtímalánum. Veit heldur ekki hvort hægt sé að
Tannheilbrigði er enn á stefnuskrá Framsóknar, en fékkst ekki inn í stjórnarsáttmálann.
Fjöldi mála sem var á stefnuskrá Framsóknar var kláraður sem ekki var settur fram, og ætla ég að koma með yfirlit yfir það fljótlega.
Deilt um orðalag - ekki mikilvægi málsins
5.4.2007 | 16:45
![]() |
Deilt um innihald skýrslu um afleiðingar loftslagshlýnunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
FjölmiðlaFrambjóðendaFótbolti - Flott - eða Flopp?????
5.4.2007 | 09:49
Fjölmiðlamenn og frambjóðendur ætla að spila fótbolta í Egilshöll á laugardaginn kemur. Hljómar vel, til styrktar góðum málefnum. En... í leiðinni nota Dejavú, sem skipuleggja atburðinn (vonandi frítt), tækifærið til að auglýsa áfengi í leiðinni. Magnað að frambjóðendur skuli ekki gera athugasemdir við þetta. Annað vekur líka eftirtekt. Ómar Ragnarsson er í liði fjölmiðlamanna - ekki frambjóðenda formaðurinn sjálfur!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Á ekki að segja satt? 2. hluti
4.4.2007 | 13:02
Lúðvík Geirsson í Blaðinu í dag:
"Ég hef alltaf talað eins og ég hef skilið máli, það er að niðurstaða kosningana sé bara bindandi fyrir þetta kjörtímabil. Með því að hafa kosninguna bindandi ætlaði þessi bæjarstjórn ekki að taka málið upp aftur á þessu kjörtímabili. Ég get ekki svarað því hvað næsta bæjarstjórn gerir"
Þannig að Lúðvík viðurkennir að Jón Sigurðsson hafi haft rétt fyrir sér. Hann var bara ekkert að hafa fyrir því að láta vita af því, hvorki fyrir kosningar, né eftir þær fyrr en gengið var á hann með það sem Jón benti réttilega á.
Á ekki að segja satt?
3.4.2007 | 11:15
Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, gerði Hafnfirðingum og öðrum Íslendingum grein fyrir þeirri staðreynd að þegar kosið væri að nýju í bæjarstjórn Hafnarfjarðar, væri sú bæjarstjórn ekki bundin af niðurstöðum íbúakosninganna. Þetta er rétt og óumdeilt, en aðrir stjórnmálamenn, nú síðast Árni Þór Sigfússon, krossa sig og gera tilraunir til að skjóta sendiboðann. Ný tillaga Alcan væri ný tillaga sem taka þarf sjálfstæða afstöðu til.
Þeir þora greinilega ekki að segja þann sannleika sem er óþægilegur. Það gerði Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnfirðinga heldur ekki og reyndar enginn í baráttunni. Þegar svo er bent á þetta og möguleika álversins til að auka umsvif sín innan núverandi starfssvæðis er eðlilegt að hinn almenni kjósandi í Hafnarfirði finnist hann hafi verið hlunnfarinn. Jón sýnir þarna karakterstyrk, sem aðrir stjórnmálamenn ættu að líta til, því auðvitað er ekkert þægilegt að vera sá sem bendir á þessar staðreyndir.
Þetta sýnir hve margslungið og vandmeðfarið íbúalýðræðið er og nauðsynlegt að vanda allan undirbúning slíkra kosninga.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)