Góð tíðindi fyrir umhverfið

Nú er búið að feðra staðsetningu loftslagsmála innan bandaríska stjórnkerfisins. Reyndar hafa bandarísk alríkisstjórnvöld ekki staðfest Kyoto viðaukann um losun gróðurhúsalofttegunda sem er virkilega slæmt fyrir jarðarbúa alla, enda losa Bandaríkjamenn lang mest einstakra þjóða af gróðurhúsalofttegundum og eru því lykilþjóð í því að draga úr losuninni.

Sem betur fer er ekki þar með sagt að engir Bandaríkjamenn séu sér meðvitaðir um málið. Var í Seattle með félögum mínum í umhverfisráði Reykjavíkurborgar í kynnisferð þar um daginn og þar hafa borgaryfirvöld sett sér það markmið að þau fyrir sitt leiti ætla að uppfylla ákvæðin. Ekki nóg með það, heldur skrifaði borgarstjóri Seattle um 500 öðrum borgarstjórum bréf þar sem hann skoraði á þá að taka þátt í þessu með sér. Ekki minna en 421 borgarstjóri ákvað að taka þátt, svo það má með sanni segja að það sé verið að éta stefnu Bush innan frá!!!


mbl.is Bandarískri umhverfisstofnun heimilt að stjórna losun gróðurhúsalofttegunda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Finnska leiðin hans Ómars

Ómar Ragnarsson virðist vera í miklum vanda. Hann er náttúruverndarsinni, eins og þjóðinni er kunnugt, en spurning um hversu mikið umhverfisverndarsinni hann er, sérstaklega varðar loftslagsmálin varðar í alþjóðasamhengi.

En það þarf meira. Hann vantar meira og minna allt innihald í aðra umræðu. Nýjasta dæmið um það er sú fullyrðing hans um að við ættum að hætta að byggja á stóriðju og fara finnsku leiðina.

Málið er að við erum þegar farin að feta okkur þá leið og höfum verið á þeirri leið lengi undir styrkri stjórn Framsóknarflokksins. Vísinda- og tækniráð var stofnað árið 2003 að finnskri fyrirmynd og þar með voru vísindarannsóknir og tækniþróun sett í sama farveg og þar. Settir hafa verið miklir fjármunir í nýsköpun og rannsóknir og framlög til háskólastigsins hafa verið snaraukin.

Sú þensla sem hefur verið að valda sprotafyrirtækjum vanda er heldur ekki vegna stóriðjustefnunnar, heldur vegna bjartsýni landsmanna og skuldagleði og einnig og ekki síst vegna óvarlegrar innkomu bankanna á húsnæðismarkaðinn.

Þannig að Ómar hitti ekki í mark í myrkrinu með þessar yfirlýsingar sínar og verður að reyna að skjóta aftur í myrkrinu og vona að hann hitti. Ég held að hann geri það ekki.


Hin nýja peningalykt

Það er gott til þess að vita að þessi lykt sem er svo einkennandi fyrir Reykjavík á alþjóðavísu skuli nú einnig vera frá peningavélum Orkuveitunnar. Ekki þar fyrir að fráveiturör Hellisheiðarvirkjunnar sé fyrir neðan allar hellur, hlykkjandi sig forljótt eftir hrauninu undir Suðurlandsveginn. Finnst undarleg fréttamennska að vera að tala um að þetta sé skaðlegt, þar sem þetta er svo langt undir öllum viðmiðunarmörkum. Hreint og tært vatn er líka bráðdrepandi ef maður dvelur of lengi í því án þess að anda...
mbl.is Brennisteinsvetni hefur aukist í andrúmslofti í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband