Félagsfræðitilraun fjölmiðlamanna

Var að horfa á Silfur Egils í gærkvöldi. Þegar Hannes Hólmsteinn, af öllum, ásakaði Gunnar Smára um að hafa gefið út blað til höfuðs Framsókn og skammaði Egil Helgason fyrir að hafa gjammað fram í í hvert skipti sem Jón Sigurðsson vildi tala í leiðtogaumræðunum var því ekki mótmælt. Þeir horfðu bara skömmustulegir, annað hvort í gaupnir sér eða út í tómið.

Skýrari játningar er ekki að vænta frá þeim herramönnum. Það hefur hvarflað að mér að sú óvild sem Framsókn verður fyrir í fjölmiðlum, kannski eftir hið stórundarlega Auðuns Georgs mál og svo uppsafnaðrar gremju í tíð ríkisstjórnarinnar, hafi myndast sú stemming meðal fjölmiðlamanna, meðvitað eða ómeðvitað, að nú skyldi 4. valdið grípa inn í og ganga af Framsókn dauðri. Sjá hvert vald fjölmiðla er.

Það er alveg ljóst að umfjöllun fjölmiðla hafði mikil áhrif á kjósendur, Framsókn var máluð eins ljótum litum og hægt var og náði hámarki í Jónínumálinu. Eins tel ég að ótrúleg framkoma palladómaranna í eftir leiðtogaumræðurnar, sérstaklega Sigríðar Daggar Auðunsdóttur, hafi líka haft áhrif. Það hefur engum dulist andúð hennar á flokknum, sem hún sér sem ógnun við Ingibjörgu Sólrúnu, sem hún hefur ljóst og leynt hampað umfram aðra stjórnmálamenn í störfum sínum sem blaðamaður.

Það er ekki eingöngu við fjölmiðlana að sakast, Framsóknarmenn eru oft á tíðum allt of varkárir og hógværir, trúir sinni lífssýn, sem er ekki fjölmiðlavænt.


Íhaldið og afturhaldið í Moggastjórn

Ætli næsta stjórn verði samstarf VG og Sjálfstæðisflokksins? Í stað Baugsstjórnarinnar, sem manni hefði þótt eðlilegri kostur, amk séð út frá hugmyndafræði og stefnumálum, væri Moggastjórnin líklegast eingöngu samstarf um völd, þar sem nánast engar málefnalegur samhljómur er á milli þessara flokka, nema um frekari einangrun landsins frá Evrópu. Sjálfstæðisflokkurinn gæti að vísu baðað sig í grænum ljóma VG, þannig að það hentar þeim vel, en sérstaklega í skattamálum eru áherslumunurinn slíkur að það þyrfti að drekka mikinn mjöð með til að koma þeim graut niður í kok þingflokkanna

Ráðherralisti VG væri líka skrautlegur. Steingrímur og Ögmundur hafa bakgrunn og reynslu í starfið, en eru miklir skapmenn og eiga á hættu að hlaupa á sig, Árni Þór og Katrín með einhverja reynslu úr uppeldisbúðum Alfreðs í borginni og Atli Gíslason reynslu sem lögmaður. Erfitt er að ganga framhjá Jóni Bjarnasyni, meðan að Kolbrún Halldórsdóttir og Álfheiður Ingadóttir gætu örugglega vel hugsað sér formennskur í nefndum. Álagið á þingflokkinn yrði mikið, sérstaklega þegar haft er í huga að stór hluti stefnumála þeirra mun ekki komast í stjórnarsáttmála.

En þetta er allt saman afar áhugavert, svo ekki sé meira sagt.


mbl.is Steingrímur: Stjórnarmyndunarumboð liggur ekki á lausu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Steingrímur - Líttu þér nær

Það er ótrúlegt að Steingrímur J Sigfússon skuli telja sig vera í stöðu til að biðja Jón um afsökunarbeiðni vegna auglýsinga ungra Framsóknarmanna í Alþingiskosningunum.

Þetta er formaður þess flokks, sem gefið hefur út "Aldrei kaus ég framsókn" og "Zero Framsókn" barmmerki og sami Steingrímur, formaður VG, sem gefið hafa út níðvísnabók um Framsókn, ritstýrða af Kristjáni Hreinssyni félagsmanni VG. Ætla ekki að vera að lista upp öll þau óviðeigandi ummæli sem þessi formaður stjórnmálaflokks, sem nú vill láta líta landsföðurlega á sig, á Alþingi og verið með því meðvirkur í því að traust almennings til löggjafarsamkomunnar er komið niður á skammarlega lágt stig.

Steingrímur er með þessari kröfu sinni að ganga út frá því að Jón Sigurðsson, formaður Framsóknar, hafi alræðisvald og sé með alsjáandi auga sitt í hvers flokksmanns koppi og gíni þannig yfir öllu starfi Framsóknar og öllu því sem gert er. Það má vera að slík Stasí vinnubrögð séu viðhöfð í VG, en það er ekki þannig hjá Framsókn. Sem betur fer.

Finnst reyndar sjálfum að þessi auglýsing sé óboðleg, svo því sé til haga haldið.


mbl.is Steingrímur krefur Jón um afsökunarbeiðni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

11 atkvæði

Jón Sigurðsson formann Framsóknarflokksins vantaði 11 atkvæði til að komast á þing. Í staðinn komst Ellert B Schram þangað, þannig að hefnd Samfylkingarinnar hlýtur að vera sæt eftir að Árni Magnússon felldi ISG út í síðustu kosningum á svipuðum fjölda. Þjóðin kýs það yfir sig sem hún á skilið, hafnaði réttum manni sem var á réttum stað, en á röngum tíma. Ég býst við að núna sé tapið sem var falið í síðustu kosningum að koma í ljós. Þeir kjósendur sem annars hafa kosið Sjálfstæðisflokkinn en gátu ekki hugsað sér að styðja Davíð, fóru úr fjósi Framsóknar og skiluðu sér í fjárhúsið hjá íhaldinu og lausa fylgið gat ekki staðist óraunhæf gilliboð Samfylkingarinnar. Eðlilega.

Málefnastaðan var frábær, stefnan traust og raunsæ, en stóðst að sjálfsögðu ekki samanburð við yfirboð Samfylkingarinnar sem fá engan vegin staðist. Fjölmiðlar sinntu í engu að yfirfara hvað hlutirnir kosta, hvar á að taka tekjur og hvernig á að framkvæma hlutina. Það er ábyrgðarhluti að sleppa mönnum við að standa skil á slíku uppgjöri og ber vott um grunna fréttamennsku og á eftir að kosta samfélagið dýrt.

En fyrir höndum liggur stjórnarandstaða fyrir Framsókn og uppbygging, skemmtileg uppbygging.


mbl.is Ríkisstjórnin hélt velli með minnsta mun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um hverja stendur valið í Reykjavík?

Miðað við skoðanakannanir stendur val kjósenda milli eftirfarandi einstaklinga:

Reykjavík Norður

jonsigurdssonrn05MagnusthorMaggaSverrisEllertSchramVG-RN-3-Paul_Nikolov__039

Reykjavík Suður

joninabjartmarz_2rs05Mynd_0259205OmarMordurVG-RS-2-Alfheidur_Ingadottir__043

 Að lokum hvet ég alla lesendur mína til horfa á þetta:


Framsókn góður kostur í öllum tilfellum

Allir flokkar lýsa því yfir að þeir gangi óbundnir til kosninga. Það getur þýtt svo margt, en atkvæði greitt Framsókn styrkir flokkinn í þeim góðu áhrifum sem hann hefur í þeim stjórnarmynstrum sem hann gæti tekið þátt í, samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn eða samstarfi við VG og Samfylkinguna. Nefni ekki aðra flokka, þar sem ég tel þá óstjórntæka.

Framsókn hefur verið í stjórn til hægri undanfarin 12 ár. Hefur flokkurinn haldið aftur af þeirri frjálshyggju Sjálfstæðisflokksins sem er grunnstef hans. Hefur það valdið því að á síðasta kjörtímabili fóru 138,8 milljörðum meira í velferðar-, heilbrigðis- og menntamál, sem auk öflugs atvinnulífs eru helstu áherslumál Framsóknar. Það er því ekki hægt að segja annað en að síðasta stjórn hafi verið velferðarstjórn, þökk sé áhrifum Framsóknar og ef Framsókn færi í samstarf til hægri þarf hún að vera sterk til að geta staðið áfram vaktina af krafti.

Í samstarfi til vinstri gegnir Framsókn hlutverki hins jarðbundna, skynsama áttavita í efnahags- og atvinnumálum. Það þarf ekki annað en að skoða loforðalista Samfylkingarinnar og Vinstri Grænna til að átta sig á því að full þörf er á flokki sem skilur ábyrgð öflugs atvinnulífs, aðhalds, styrkrar efnahagsstefnu sem byggist á yfirsýn og þekkingu. Fer Jón Sigurðsson, formaður flokksins og fyrrverandi Seðlabankastjóri þar fremstur í flokki, en frambjóðendur Samfylkingarinnar þurfa að leita út fyrir eigin raðir til að fá efnahagsráð og Vinstri Græn eru heillum horfin í efnahagsmálum með sinn óhefta sósíalisma.

Það er því sama á hvorn veginn stjórnarmyndunin fer, atkvæði greitt Framsókn er atkvæði greitt til góðs fyrir samfélagið.


Hátt atvinnustig - áfram - ekkert stopp

Hátt atvinnustig er engin tilviljun. Það er afleiðing af stöðugum framförum í samfélaginu, uppbyggingu og ábyrgð í atvinnumálum. Í þeim löndum sem við berum okkur saman við er atvinnuleysi 10-15% og dulið atvinnuleysi enn hærra, því fólk er sett yfir á örorkubætur eftir nokkurn tíma.

Frjálshyggjupésunum í Sjálfstæðisflokknum er illa við hátt atvinnustig, því það heldur uppi launum og er atvinnustigið helsta efnahagsstjórntækið í löndunum í kringum okkur, en ekki stýrivextir. Vinstrimenn virðast ekki átta sig á þessu en halda áfram sínum beljanda um stöðvun atvinnulífsins, þvert gegn hagsmunum launþega.

Það vill Framsókn ekki. Frekar tímabundið hærri vexti en atvinnuleysi, því atvinnuleysi brýtur samfélagið og einstaklinginn niður innan frá og er eitt mesta böl hvers samfélags. Davíð Oddsson seðlabankastjóri hefur opinberað sína sýn á þetta með sinni síðustu efnahagsspá, þar sem hann spáir 3,5% ef aðgerðaráætlun Seðlabankans er hrundið í framkvæmd.

Ætli það sé vegna þessarar áherslu á hátt atvinnustig sem Baugsveldið vill fá Framsókn út úr ríkisstjórn og leiða Samfylkinguna og Sjálfstæðisflokkinn til valda?


mbl.is Enn dregur úr atvinnuleysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Baugur markar þáttaskil í stjórnmálasögunni

Með auglýsingu sinni í Fréttablaðinu í morgun, þar sem Jóhannes Jónsson hvetur til að kjósendur kjósi Sjálfstæðisflokkinn og striki Björn Bjarnason út og makalausri útgáfu DV um daginn, er brotið blað í íslenskri stjórnmálasögu.

Baugur vill greinilega stjórn S og D, sem ég hef kallað Slow Down stjórnina en mun héðan í frá heita Baugsstjórnin. Baugur beitir nú afli sínu með áður óþekktum hætti og stefnir nú að því leynt og ljóst að eignast það síðasta sem þeir eiga ekki á Íslandi, ríkisstjórn Íslands. Minnir þetta mann á sögur af útgerðarmönnum sem hótuðu starfsmönnum sínum til að kjósa Sjálfstæðisflokkinn.

Ekki nóg með að Baugur hafi aðstoðað Samfylkinguna í síðustu kosningum með afnotum af Iðuhúsinu og þrálátur orðrómur er um að Baugur hafi aðstoðað Samfylkinguna með þeim hætti að flokkurinn eigi nú skuldlaust húsnæði á Hallveigarstíg, heldur stendur Baugur nú í virkri kosningabaráttu fyrir ríkisstjórn sinni með stuðningsyfirlýsingum við báða flokka.

Það er greinilegt að lög um fjárreiður stjórnmálaflokkanna eru að snúast upp í andhverfu sína með þessum aðgerðum, auglýsingum Framtíðarlandsins, einstaklinga fyrir VG og Öryrkjabandalagsins, eins og ég skrifaði reyndar um hér og taka þarf allan málaflokkinn til gagngerrar endurskoðunar

Svona yfirlýsingar hljóta að telja í samantekt Capacent Gallup, sem verður að taka saman óbeinar auglýsingar af þessu tagi eftir kosningar.


Íhaldsgrýlan í felum bakvið blæju velferðarstjórnarinnar

Það vekur athygli mína, þegar maður flettir blöðunum að þar sem flokkarnir eru allir spurðir sömu spurninga og stillt upp, að Sjálfstæðisflokkurinn svarar ekki. Má nefna nýjasta tölublað Grapevine,  Varaformannsspurningar DV í gær, undanflæmingur frambjóðenda í ýmsum málum og nú síðast spurningum Nátturuverndarsamtaka Íslands um stefnu flokksins í umhverfismálum.  

Það virðist vera meðvituð taktík hjá Sjálfstæðisflokknum að svara engu. Af hverju ætli það sé?

Er Sjálfstæðisflokkurinn að fela sig á bakvið blæju velferðarstjórnar Framsóknar og Sjálfstæðisflokks sem hafa aukið framlög til velferðar- heilbrigðis- og menntamála um 138,8 milljarða á síðasta kjörtímabili?

Það er ekki mikil hægristefna, heldur velferðarstefna í anda Framsóknar og því eðlilegt að þeir vísi til þess sem Framsókn hefur náð í gegn í samstarfinu og orði stefnuskrá sína þannig að þeir stæri sig af því sem gert hefur verið í stað þess að vísa til þess sem þeir ætla að beita sér fyrir á næsta kjörtímabili. Þeir hafa þeir hægra fylgið og vilja bæta við sig stuðning þeirra kjósenda sem aðhyllast velferð og skilgreina sig á miðjunni. Frjálshyggjupésarnir eru áberandi rólegir undir þessum málflutningi, þar sem þeir vita vel að íhaldsgrýlan er þarna blundandi undir blæjunni og mun koma sínum stefnumálum í framkvæmd ef samstarfsaðilinn gáir ekki að sér.

Það hentar ekki Sjálfstæðisflokknum að rætt sé um málefni, grunngildi og stefnur, enda fælir það hugsandi miðjukjósendur frá. Getur verið að hið lækkandi fylgi þeirra undanfarið og aukið fylgi Framsóknar sé merki um að stefnuleysi þeirra sé þegar farið að hafa áhrif á þennan hóp, sem sér glitta í íhaldsgrýluna þarna undir?


Slow Down stjórnin handsöluð? - Er Egill hræddur við Jón?

Mælingin staðfestir stöðu flokkana eins og hún var þegar hún var tekin og í ágætu samræmi við Capacent Gallup mælingarnar, en þær voru að sýna svipaða niðurstöðu á þeim tíma, en nú virðist fólk vera að ákveða sig og þá breytist fylgið.

kl 23:38 Var beðinn um að bæta inn útskýringum á þessari fullyrðingu sýni það hér. Sýni niðurstöðu mv mælingardagana.

Skoðanakannanir undanfarið

Í kappræðum kvöldsins kom Egill Helgason upp um skoðun sýnar á stjórnmálamönnunum. Hann leyfði Jóni Sigurðssyni, formanni Framsóknar aldrei að svara án þess að hann gjammaði fram í, ekki einu sinni. Allir hinir fengu að svara spurningum hans án þess að hann gjammaði inn í, Ómar gat ekki hamið sig, en hin fengu að svara óáreitt.

Einn á einn hlutinn var flottur. Allir stjórnmálamenn fengu að sýna sitt rétta andlit, fengu erfiðar spurningar. Guðjón Arnar var spurður um hvort hann hafi svindlað á kvótakerfinu. Hann mundi ekki til þess...

Álitsgjafahlutinn á ekki að eiga sér stað. Áhorfendur eiga að fá að mynda sér eigin skoðun án svona áhrifa...

En fréttir kvöldsins voru þær að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir vill fara í stjórn með Sjálfstæðisflokknum, með því að segja að hún muni sætta sig við annað ráðherraembætti en forsætisráðherra í ríkisstjórn, en sem formaður næst stærsta flokksins er hún að segjast vilja í sæng með íhaldinu, en spá um hana og fyrstu verk hennar eru útlistuð hér.


mbl.is Ríkisstjórnin fallin samkvæmt nýrri skoðanakönnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband