Hvað kosta kosningaloforðin?

Mér finnst ótrúlegt hvað stjórnmálaflokkarnir fá að gaspra um útgjöld hér og útgjöld þar, skattalækkanir hér og allsstaðar án þess að þurfa að gera grein fyrir sínu máli. Enginn þeirra þarf að gefa út útreikninga á kostnaði og tekjum.

Þegar ég bjó í Danmörku var þetta alltaf gefið upp og menn spurðir hvar menn ætluðu að spara til að auka útgjöldin annarsstaðar og hvaða sköttum ætti að breyta. Til að komast til botns í þessu tómarúmi, amk varpa aðeins ljósi á það, skulum við fara saman í vegferð. Reglurnar eru einfaldar: Ég ræð. Það er í samræmi við fundarsköp Drauga- og tröllavinafélags Evrópu, þar sem draugar og tröll eiga seturétt ásamt lifandi mönnum. Þar sem enginn veit hve margir eru í raun á fundinum hefur forseti einn lýðræðislegt ákvarðanatökuvald. Þær aðstæður eiga við í bloggheimum líka.

Ég skal vera sanngjarn, get ekki verið alveg hlutlaus, en ætla að vera málefnalegur.

Athugasemdir óskast settar inn í athugasemdadálkinn eða ef fólk getur ekki birt nafn sitt vegna starfs eða þess háttar, geta sent athugasemdir á gesturgudjonsson@gmail.com . Mun sýna Dofra Hermannssyni þær athugasemdir við tækifæri, til staðfestingar því að ég fari rétt með þegar ég segi; "Mér hefur borist skeyti".

Byrjum á tekjum ríkissjóðs, því án tekna er ekki hægt að hafa útgjöld án skuldasöfnunar og ég veit ekki til að nokkur flokkur hafi skuldasöfnun á sinni stefnuskrá.

Ég byggi á upplýsingum frá RSK um skattamál og þjóðarbúskap Fjármálaráðuneytisins, og gef mér að tekjur ríkissjóðs sem heild vaxi að óbreyttu í takt við hagvöxt.

Í skýrslu fjármálaráðuneytisins kemur fram að áframhaldandi iðnþróun án stopps muni hafa 1-1,5% aukningu í hagvexti í för með sér. Gef mér 1,25%.

Í þeim tilfellum þar sem flokkar hafa ekki gefið upp tölulegar stærðir, er stuðst við yfirlýsingar frá kosningafundum, bloggsíðum málsmetandi flokksmanna og svo ályktunum síðueiganda. Fyllri upplýsingar óskast auðvitað.

Tekjur-skattar-ofl-01


Landbúnaðarstefna Samfylkingarinnar afnumin...

Forystumaður Samfylkingarinnar á Suðurlandi, Björgvin G Sigurðsson, sagði á fundi með bændum á Suðurlandi um daginn að það væri hans skoðun að það ætti ekki að ganga lengra í niðurfellingum á tollum en alþjóðasamningar gerðu ráð fyrir. Þessi skoðun hans er í samræmi við stefnu Framsóknar, Sjálfstæðisflokks, Frjálslyndra og Vinstri Grænna, en algerlega á skjön við þá stefnu sem Samfylkingin kynnti á blaðamannafundi í Reykjavík. Á þeim fundi var stefna Samfylkingarinnar að fella nú þegar niður vörugjöld af landbúnaðarvörum og helminga tolla af landbúnaðarvörum og afnema þau með öllu í samráði við hagsmunaaðila.

Á fundi með bændum í NV kjördæmi var fulltrúi Samfylkingarinnar svo Anna Kristín Gunnarsdóttir. Frásögn af hennar málflutningi má lesa á heimasíðu bændasamtakanna, þar sem lýsti því yfir að Samfylkingin hafi nú enga stefnu í landbúnaðarmálum.

"Tillögugerð Samfylkingarinnar í tollamálum var mistök
Anna Kristín Gunnarsdóttir þakkaði fyrir það tækifæri að fá að tala milliliðalaust við bændur. Hún sagði Samfylkinguna styðja beinan stuðning við landbúnaðinn en hann yrði að skila sér í góðri afkomu bænda og vera jafnframt hagfelldur neytendum. Önnu Kristínu var tíðrætt um að það þyrfti að búa landbúnaðinum betri skilyrði en nú væru fyrir hendi. Nefndi hún í því sambandi bættar samgöngur, lægri flutningskostnað og betri fjarskipti. Einnig þyrfti að vinna markvisst í að lækka kostnað við aðföng hjá bændum. Hún sagði að greiðslumarkskerfið gæti ekki staðist til framtíðar, nýliðun væri erfið og það væri ekki fögur framtíðarsýn að bændur yrðu leiguliðar á jörðum annarra.
Það vakti athygli síðar um kvöldið þegar Anna Kristín viðurkenndi að tillögugerð Samfylkingarinnar í tollamálum fyrir nokkrum mánuðum hefði verið mistök og gerð í flumbrugangi. Stefna flokksins væri að fylgjast að með öðrum þjóðum á vettvangi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar. "

Ja hérna.

Þetta bætist við að virkjanastefna flokksins er amk þrenns konar, Fagra Ísland vill algert virkjanastopp, ISG er með sína útgáfu þegar hún segir að ríkið megi ekki baka sér skaðabótaábyrgð og Kristján Möller með eina þegar hann lýsir því að það eigi að virkja fyrir Norðan, bara ekki alveg strax. Hann vill sem sagt ekki að það fari í mat.

Hvað er næst??????


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband