ESB, sjálfstæðið og hvalveiðar
5.6.2008 | 13:38
Sem betur fer erum við ekki undir valdi ESB í þessu máli og eins og ég skil grein Dimas, umhverfisframkvæmdastjóra ESB, hefði sambandið ekkert að segja um málið þótt við værum þar inni. Hann er að kalla eftir sjálfviljugum stuðningi ESB ríkjanna við sitt sjónarmið í grein sinni. Leiðrétting væri vel þegin ef skilningur minn er rangur.
Ég held að þessum ágæta framkvæmdastjóra væri nær að beina sjónum sínum að drápi á skepnum sem eru raunverulega í útrýmingarhættu í stað þess að vera að agnúast yfir nýtingu stofna sem eru í góðu jafnvægi, enda þorir hann ekki að minnast á Ísland í greininni, heldur vísar í veiðar í Suðurhöfum, þar sem hætta í tengslum við hvalveiðar er mun raunverulegri.
![]() |
Hvetur ríki ESB til að sameinast gegn hvalveiðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Er ekki nóg að hengja bíleigendur einu sinni fyrir glæp sinn?
4.6.2008 | 00:12
Í nýjum tillögum um breytingar á skattlagningu ökutækja og eldsneytis kemur margt gott fram. Er verið að leggja áherslu á beitingu hagrænna hvata til að ná umhverfismarkmiðum, sem er afar gott, en ég tel eftir fyrstu lesningu að verið sé að marghengja bíleigendur fyrir glæp sinn.
Það er nefnilega ekki rétt að gera hvoru tveggja, að kolefnisjafna eldsneytið um leið og bílarnir eru einnig skattlagðir eftir eyðslu. Það verður að velja.
Ég tel réttast að umhverfisvalið verði gert auðveldara við innkaup á nýjum bílum í gegnum vörugjöldin. Þeir sem kaupa nýja bíla og ákveða með þeim hætti hvernig bílaflotinn er samsettur, ætla kannski ekki að eiga þá nema í nokkur ár og fyrir þeim nær munurinn í eldsneytiseyðslu ekki að skipta neinu máli miðað við innkaupsverðið, þótt það gerði það yfir lengri tíma eða líftíma bílsins.
Sömuleiðis á að vernda þá réttlátu gjaldtöku sem notendur vegakerfisins greiða fyrir noktun þess í gegnum kílómetra- og olíugjaldið. Það er alltaf hægt að ræða hvernig gjaldskráin á nákvæmlega að vera, en á þann hátt er einnig tryggt að gjaldtakan fari í vegina en ekki eitthvað annað og verði þar með skattheimta, þar sem forsendur þeirrar gjaldheimtu væru ekki lengur tengdar notkun veganna. Það eru næg verkefni fyrir höndum þar og verða um ókomin ár.
Tími fyrir nýjan langreyðakvóta
2.6.2008 | 10:41
Einu rökin fyrir því að gefa ekki út nýjan langreyðakvóta var að ekki væri markaður fyrir kjötið.
Nú er skriffinskunni í Japan lokið og því hægt að afhenda kjötið þar og því ekkert að vanbúnaði að gefa út nýjan kvóta.
Vonandi verður það gert hið fyrsta
![]() |
Langreyðakjöt sent til Japans |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |