Menn mega ekki blanda saman fiskveiðistjórnunarkerfinu og fiskveiðiráðgjöfinni

Niðurskurður í heimiluðum hámarksafla er ekki kvótakerfinu sem slíku að kenna. Það er ekki vegna þess að menn noti magntakmörkun við verndun stofnsins í stað sóknartakmörkunar. Þetta er vegna þess að vísindunum hefur ekki tekist að koma með þau ráð til stjórnmálamannana sem duga til að byggja upp þorskstofninn.

Það þarf að bæta meiri peningum í rannsóknir á vistkerfi sjávarins, hvort sem það er gert með því að auka fjármagn til Hafró eða með því að láta Háskóla Íslands fá aukið hlutverk við grunnrannsóknir. Persónulega held ég að það væri hollt að hafa tvo aðila í þessu, til að fá eðlilega gagnrýni og samkeppni í þessa mikilvægu starfsemi. Aðilar hljóta að geta sameinast um rannsóknarskip og einnig farið meira út í að leigja sér far með "venjulegum" fiskiskipum.

En meiri rannsóknar er þörf, svo mikið er víst, því við virðumst ekki þekkja nógu vel til vistkerfisins til að koma í veg fyrir svona áföll. Það er ekki ásættanlegt


mbl.is Einar K. Guðfinnsson:„ Gríðarleg vonbrigði"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisstjórnin lögð til atlögu við Íbúðalánasjóð

Lækkun hámarkslánshlutfallsins niður í 80% virðist vera fyrsta skref nýrrar ríkisstjórnar gegn Íbúðalánasjóði. Ætli ætlunin sé ekki að lækka útlánamöguleika ÍLS þannig að venjulegir húsbyggjendur og kaupendur þurfi ávallt að taka lán hjá bönkunum og þar með fá fólk til að "einfalda" hlutina fyrir sér og sleppa ÍLS. Í framhaldinu yrði hann sleginn af með þeim rökum að það sé engin velta í honum og þar með tapast möguleikar á að fá hagstæð íbúðalán þar sem byggða- og félagsleg atriði skipta einhverju máli.

Ríkisstjórnin hefur viðurkennt að þetta hafi engin raunveruleg áhrif á það yfirskin sem gefið er fyrir lækkuninni, að slá á íbúðaverð. Sveiattan segi ég bara.


Eðlilegt að aðskilja öryggistæki og veiðieftirlitstæki

Í framhaldi af yfirlýsingu útgerðarmanns sem staðinn var að ólöglegum veiðum og tæki sem sjómönnum nota til öryggis síns er eðlilegt að setja spurningamerki við það. AIS kerfið hefur ekki verið sett í alla báta vegna þessa og menn með slökkt á því þegar þeir eru á "leyniveiðistöðum" sínum, er eðlilegt að menn staðli við.

Sjómenn fá heimild til að veiða úr stofnum sem eru ekki eign þeirra einna, heldur allrar þjóðarinnar. Því þætti mér afar eðlilegt að þeir sem fá þessa heimild undirgangis þá kvöð að sett yrði innsiglað GPS tæki sem skráði staðsetningar skipsins á hverjum tíma og sendi með GSM kerfinu til fiskistofu þegar það væri í sambandi. Í sjálfu sér sama kerfi og SAGA hugbúnaðurinn í bíla getur gert.

Það kerfi á að vera óháð STK og AIS öryggiskerfin sem öll skip, hvort sem þau hafa veiðiheimild eða ekki, ættu að hafa um borð.


mbl.is Segir veiðieftirlit Gæslunnar vera árás á öryggi sjómanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þörf á miklu átaki í hafrannsóknum

Rakst á þetta í gær. Norðuratlantshafsfiskveiðiráðið telur að stofnmat þorsks sé ekki áreiðanlegt, magn hrygningarþorsks sé ekki þekktur. Vísindamenn þessa ráðs telja eðlilegt að miða við 152 þús tonna aflamark.

Sama hvaða tala er notuð er greinilegt að það þarf að skoða fjölda atriða betur sérstaklega varðandi hegðun fjölda stofna, fæðusamspil þorsksins við aðrar tegundir, þá sérstaklega í tengslum við rækju og loðnu og kanna áhrif banns á sumarloðnuveiðum á afkomu þorsksins. Það er ótrúlegt hvað við vitum lítið um þessa dýrategund sem við byggjum velsæld okkar á seinni tímum á.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband