Færsluflokkur: Bloggar
Slaaaka
29.8.2008 | 09:03
Ætlaði að hendast út í morgun með látum, mikið lá á, margt að gerast.
Þegar 2ja ára sonur manns réttir út hendurnar og vill fá knús - langt knús - verður bara að hafa það þótt maður nái ekki einhverju öðru.
Held að maður ætti að slaka aðeins meira.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hvort er það - Sturla?
24.3.2007 | 18:13
Í framhaldi af enn einu hörmulegu slysinu á Suðurlandsvegi lýsti Sturla Böðvarsson samgönguráðherra því yfir að hann telji að fyrst og fremst eigi að taka á hegðun ökumanna. Það er alveg rétt hjá honum, en manni verður spurn í framhaldi af því, af hverju eru fjárveitingar til samgöngumannvirkja talin í tugum milljarða meðan að þjálfun ökumanna og eftirlit er talið í örfáum milljónum og æfingasvæði fyrir ökumenn enn ekki komið?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fyrsta bloggfærsla á moggablogginu
24.3.2007 | 14:22
Er búinn að gefast upp á blogspot.com og flyt mig því hingað. Þurfum endilega að fara að laða að okkur þessi alþjóðlegu serveraver, knúin af endurnýjanlegri raforku, svo Íslendingar fái notið almennilegra tenginga. Fyrsta skrefið er reyndar þegar tekið með ákvörðun um undirbúnings nýs sæstrengs. Var áður á gesturgudjonsson.blogspot.com
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)