Umhverfisráðsmeirihluti - in memorium
12.10.2007 | 23:19
Ég verð að segja hreint eins og er, þótt það sé kannski óskaplega ótaktískt út frá skotgrafarhernaðartæknilegum sjónarhóli, en ég sé eftir meirihlutasamstarfinu með þeim Gísla Marteini og Þorbjörgu Helgu í umhverfisráði, þó ég styðji meirihlutaslitin og fagni nýjum meirihluta. Við höfum þegar náðum góðum árangri á mörgum sviðum og vorum að undirbúa góða hluti við að stíga áfram grænu skrefin okkar. Minnihlutinn var okkur sammála í flestum málum, meira svona abbó og pirruð að fá ekki að vera memm í öllu, þannig að það ættu ekki að vera margar 90° beygjur framundan í umhverfismálum borgarinnar með nýjum meirihluta. Áherslubreytingar, en engar kollsteypur.
Mergurinn málsins
12.10.2007 | 08:51
hefði samþykkt sjónarmið okkar og tekið tillit til þess........"
[Hanna Birna á tröppunum hjá Vilhjálmi Þ Vilhjálmssyni]