Umhverfisráðsmeirihluti - in memorium

Ég verð að segja hreint eins og er, þótt það sé kannski óskaplega ótaktískt út frá skotgrafarhernaðartæknilegum sjónarhóli, en ég sé eftir meirihlutasamstarfinu með þeim Gísla Marteini og Þorbjörgu Helgu í umhverfisráði, þó ég styðji meirihlutaslitin og fagni nýjum meirihluta. Við höfum þegar náðum góðum árangri á mörgum sviðum og vorum að undirbúa góða hluti við að stíga áfram grænu skrefin okkar. Minnihlutinn var okkur sammála í flestum málum, meira svona abbó og pirruð að fá ekki að vera memm í öllu, þannig að það ættu ekki að vera margar 90° beygjur framundan í umhverfismálum borgarinnar með nýjum meirihluta. Áherslubreytingar, en engar kollsteypur.


Mergurinn málsins

"Það hefði ekki verið nokkur vandi að leysa þetta mál, bara ef hann (Björn Ingi)
hefði samþykkt sjónarmið okkar og tekið tillit til þess........"
[Hanna Birna á tröppunum hjá Vilhjálmi Þ Vilhjálmssyni]

Bloggfærslur 12. október 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband