Orð gegn orði?

Það var skrítin upplifun að horfa á Kastljós gærkvöldsins. Þarna sátu tveir heiðursmenn og sögðu það sem hinn aðilinn sagði sé ekki rétt, en hvorugur vildi segja hinn ljúga.

Ég er nokkuð viss um að báðir séu að segja satt eftir bestu getu. Þeir eru báðir það reyndir að þeir vita að það borgi sig ekki að segja ósatt í svona málum. Bjarni og Haukur Leósson fóru yfir málið heima hjá Villa í löngu og ítarlegu máli, en Villi hafi ekki áttað sig á því og mikilvægi þess, ekki veitt því nægjanlega athygli og því muni hann þetta ekki. Skýringar hans á því að það sé margt sem rati á hans borð er örugglega rétt, en maður verður að spyrja sig hvort forgangsröðun borgarstjóra sé rétt, þegar tölur með svona mörgum núllum eru annars vegar.

Villi fór svo í hefðbundinn íhaldskan drullukastsgír, sem Bjarni fór sem betur fer ekki í.


Bloggfærslur 16. október 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband