Tækifæri að einfalda hlutina í leiðinni
18.10.2007 | 17:34
Þegar stjórnsýslan á Keflavíkurflugvelli verður færð í "eðlilegt" horf, er í leiðinni upplagt að færa reksturinn í einfaldara horf í leiðinni og setja allt, flugstöðina, rekstur flugbrautanna og eignarhald á olíubirgðastöðinni í Helguvík undir einn hatt og nota fyrirtækið Flugstöð Leifs Eiríkssonar til þess að reka allt batterýið. Stjórnsýslan og allur rekstur þarna hefur verið allt of flókinn og allt of margir kóngar á svæðinu. Ég tek hattinn ofan af fyrir þeim sem náðu að landa þessari lausn.
![]() |
Rekstur Keflavíkurflugvallar færður til samgönguráðuneytisins um áramót |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Verkefni fyrir landbúnaðarnefnd Borgarfjarðar
18.10.2007 | 09:36
Hemmi Gunn boðar að landslið Íslands í knattspyrnu þurfi að fara í naflaskoðun frá toppi til táar.
Held að nefndin verði að tryggja að hann komi ekki í Borgarfjörðinn, því það er alveg ljóst að margir vilji skoða manninn nakinn eftir þetta. Það er jú stripp, sem landbúnaðarnefndin hefur lagst eindregið gegn og því eðlileg forvörn að banna honum að koma í Borgarfjörðinn.