Epli og appelsínur fjármálaráðherra

Á hinu háa Alþingi fóru áðan fram umræður um mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar. Í umræðum um eina þeirra, sem ríkisstjórnin hafði reyndar ekki fyrir að kynna en ætti að koma til frádráttar mótvægisaðgerðunum, en það er afnám flutningsjöfnunar olíuvara, sem skv fjárlagafrumvarpinu er um 400 milljóna byggðamál, féll fjármálaráðherra í þá gryfju að halla réttu máli. Hélt hann því fram að við afnám flutningsjöfnunar olíuvara myndi það sama gerast og þegar flutningsjöfnun sements var afnumin, en við afnám flutningsjöfnunar sements hefði flutningskostnaður lækkað.

Á þessum tveimur flutningsjöfnunum er reginmunur. Sementsverksmiðja ríkisins fékk greitt samkvæmt reikningi fyrir sinn flutning og var því engin hvati til hagræðingar. Flutningsjöfnun olíuvara er aftur á móti greidd samkvæmt samræmdri töflu sem hið opinbera gefur út fyrir hvern stað á landinu og hagnast flutningsaðilar því ekki á því að stunda óhagkvæma flutninga. Stenst fullyrðing fjármálaráðherra því engan vegin.

Þetta ætti fjármálaráðherra að vita og því er hann að bera saman appelsínur og epli, hallar vísvitandi réttu máli í þessum umræðum og má hafa skömm fyrir.


Bloggfærslur 3. október 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband