Grundvallarstefnufesta Sjálfstæðisflokksins
8.10.2007 | 21:51
Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins sagði að það væri grundvallarstefna Sjálfstæðisflokksins að standa ekki í þeim rekstri sem Reykjavik Energy Invest stæði í.
Það hlýtur þá að hafa verið sama grundvallarstefna sem lá að baki tillögu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, nú ráðherra Sjálfstæðisflokksins um að stofna fyrirtækið á sínum tíma. Guðlaugur Þór vill að vísu ekki kannast við það í dag, amk lætur hann ekki ná í sig.
Það var einnig þingflokkur Sjálfstæðisflokksins sem á grundvelli þessarar grundvallarstefnu samþykkti lög um Orkuveitu Reykjavíkur, þar sem tilgangur félagsins er "vinnsla og framleiðsla raforku, varma og vatns, dreifing og sala afurða fyrirtækisins ásamt hverri þeirri starfsemi annarri sem nýtt getur rannsóknir, þekkingu eða búnað fyrirtækisins, sem og iðnþróun og nýsköpun af hverju tagi, ásamt annarri viðskipta- og fjármálastarfsemi samkvæmt ákvörðun stjórnar hverju sinni."
Það hlýtur líka að vera sama grundvallarstefnan sem Illugi Gunnarsson, alþingismaður, lýsti á Stöð 2 í kvöld og sagði önnur lögmál gilda um opinberan rekstur og einkarekstur. Það var sami Illugi Gunnarsson, stjórnarmaður í Landsvirkjun, sem undir forystu Friðriks Sophussonar fv. ráðherra Sjálfstæðisflokksins, samþykkti stofnun HydroKraft með Landsbankanum. Ríktu þá önnur lögmál?
Það var einnig stjórn skipuð af Árna Mathiesen, fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, sem ákvað að fara í fjárfestingar með Landsbankanum í Noregi. Man ekki hvort Árni Johnsen var í stjórn þá.
Þetta er sem sagt grundvallarstefnufestan sem verið er að vísa í.
![]() |
Sátt meðal sjálfstæðismanna þrátt fyrir trúnaðarbrest |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að eyðileggja útrás jarðhitans?
8.10.2007 | 08:59
Ef farið verður í að selja hlut OR í REI núna strax, með írafári og söng, er að mínu mati verið að setja alla þessa góðu hugmynd í uppnám. Hver vill vinna með aðila sem er í uppnámi?
Það er margt í því hvernig staðið var að samrunaferlinu sem hefði mátt vanda betur og ber stjórnarformaður OR og REI mikla ábyrgð þar, en það breytir því samt ekki að hugmyndin með sameiningunni er góð. Það er um að gera að pakka þessari þekkingu okkar í útflutningsvænan búning. Ef OR dregur sig algerlega út úr þessu, verður að skilja algerlega á milli þessara tveggja fyrirtækja, er um tvennt að ræða fyrir þá starfsmenn sem búa yfir þeirri verðmætu þekkingu sem málið snýst um. Að fara eða vera. Hvorugt er gott. Ef þeir fara til REI, hefur OR ekki aðgengi að þeim lengur fyrir sína starfsemi og þeir hafa heldur ekki sama aðgengi að þeirri þekkingarsköpun sem verður til í OR, sem er jú stöðug. Ef þeir verða áfram hjá OR, er REI ákaflega innihaldslaust og því mun verðminna.
Er því allt tal um að OR dragi sig út úr REI á núverandi tímapunkti einingis til þess að stórminnka heildarverðmæti okkar borgarbúa.
Hingað til hef ég bara heyrt VG tala á móti því að selja þessa þekkingu úr landi. Ögmundur Jónasson er kominn með hugtakið heimsnýting í stað þjóðnýtingar, þar sem hann vill að við gefum þessa þekkingu að öllu leiti úr landi á vettvangi SÞ. Hlutur sem við höfum verið að gera gagnvart þróunarlöndum í einhverjum mæli, en af hverju ættum við að gefa Bandaríkjamönnum þessa þekkingu. Þetta er svo vitlaust hjá VG að það tekur ekki nokkru tali.
Getur verið að þessi læti í íhaldinu sé vegna þess að það voru ekki "réttir" aðilar, þeim þóknanlegir, sem fengu að kaupa?
Þótt mér finnist þessir kaupréttasamningar afar gagnrýniverðir svo ekki verði tekið dýpra í árinni, má ekki láta þau mistök sem gerð voru þar, verða til þess að við köstum milljörðum á glæ með því að eyðileggja þetta verðmæta fyrirtæki í pólitískum keiluslætti.
![]() |
Átti að vaða yfir okkur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |