VG á móti lýðræðinu?

Þessi málflutningur VG er dæmigerður fyrir viðhorf þeirra til lýðræðisins. Það á nefnilega bara við ef það nýtist þeim sjálfum. Þau virðast ekki átta sig á því að lýðræðið byggist á því að hlýta vilja meirihlutans. VG vill geta tekið fram fyrir hendurnar á meirihlutanum og svipt hann meirihlutavaldi sínu með málþófi, sem er alls ekki til að auka virðingu Alþingis né stjórnskipuninni yfirhöfuð. Þessi vinnubrögð gerir það einnig að verkum að einstaka mál taka allan tíma þingsins og önnur eru þar með unnin í hasti og því ekki á eins vandaðan hátt og æskilegt væri. Það er alvarlegt.

Hafandi sagt þetta á að sjálfsögðu að tryggja að öll sjónarmið fái að koma fram áður en ákvörðun er tekin og allar upplýsingar liggi fyrir. En valdarán málþófs á ekki að líða og lýsi ég sérstakri ánægju minni með Sturlu í þessu máli.


mbl.is Alþingi vinni vinnuna sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. nóvember 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband