Tími á samvinnuhugsun í matvörunni

Í ljósi þess hvernig Kaupás (Krónan) og Hagar (Bónus) hafa farið með það traust sem þeim hefur verið sýnt er ljóst að það þarf að staldra við. Ef maður skoðar muninn á íslenska matvörumarkaðnum og þeim skandinavíska, er ekki mikill munur á fjölda stórra fyrirtækja á markaðnum. Þetta eru yfirleitt 2-4 stórir aðilar sem eru langstærstir. Þannig að það er ekki fákeppnin sem slík sem skilur að.

Munurinn er sá að einn stóru aðilanna á Norðurlöndunum er ávallt samvinnufyrirtæki, sem byggir á samvinnuhugsjóninni, en ekki bara hreinræktaðir kapítalistar eins og tilfellið er hér. Munurinn á samvinnufyrirtækjunum og hinum er jú sá að ef hagnaður verður af rekstri, rennur hann til baka til félagsmanna í hlutfalli við þau viðskipti sem þeir hafa átt á því ári sem hagnaðurinn varð til, meðan að kapítalið hirðir hagnaðinn.

Það að Samkaupum, sem er samvinnufyrirtæki, hafi kerfisbundið verið haldið frá markaðnum hér á höfuðborgarsvæðinu og þar með meinað að vaxa og dafna, er stóralvarlegt mál og líklegast ein sú almesta aðför að íslenskum neytendum sem íslensk sveitarfélög geta staðið að.

Þessu þarf að breyta og hugsanlega stofna fleiri samvinnufyrirtæki til að berjast gegn misnotkun á markaðsráðandi stöðu stórra keðja..


Bloggfærslur 5. nóvember 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband