Tvær ríkisstjórnir í landinu? - kannski fleiri?

Eins og ég hef bloggað um áður, virðist ríkisstjórnin vera tvístefna í loftslagsmálum, eins og svo mörgum málefnum.

Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin hafa greinilega ekki náð saman um hvort sækjast eigi eftir framhaldi íslenska ákvæðisins og gefa út yfirlýsingar á þann hátt að það verður erfitt fyrir annað hvort Þórunni Sveinbjarnardóttur, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur eða Geir H Haarde að horfa framan í alþjóð þegar ákvörðun hefur verið tekin. Svo vill Össur Skarphéðinsson dæla upp olíu, að vísu ekki hreinsa hana, amk ekki á Vestfjörðum, svo hann er meira í takt við Geir en Ingibjörgu Sólrúnu. Þangað til er ekki skrítið að ríkisstjórnin njóti mikils fylgis, þar sem það er alltaf amk einn ráðherra sem hefur lýst hverju sjónarmiði í hverju máli sem stefnu ríkisstjórnarinnar og því erfitt að vera á móti henni.

Eins og yfirlýsingarnar hafa verið er ljóst að það tvær ríkisstjórnir í landinu hið minnsta, ríkisstjórn Samfylkingarinnar og ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, kannski 12, þar sem yfirlýsingagleði ráðherrana, sem ítrekað ganga þvert á yfirlýsinga samráðherrana slíkt að það er líklegast réttasta lýsingin.


mbl.is Siv: Misvísandi yfirlýsingar um loftslagsmarkmið skaða málstað Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. nóvember 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband