Ingibjörg Sólrún heldur mannréttindakyndli Valgerðar á lofti

Í kvöldfréttum útvarps fagnaði Jakob Möller, f.v. framkvæmdastjóri Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna þeim vatnaskilum sem hafa orðið í mannréttindastarfi Íslendinga, með stefnumótun Valgerðar Sverrisdóttur, þáverandi utanríkisráðherra. Áður hefðum við bara "setið í túninu heima eða horft upp í himininn", meðan að hinar Norðurlandaþjóðirnar tóku virkan þátt í öllu því starfi.

Mér finnst reyndar skondið hvernig fréttaflutningur af þessu máli er. Þar er í engu minnst á þá skýrslu sem Jakob Möller vísar í. Látið er líta út eins og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hafi valdið þessum vatnaskilum. Hið rétta er að hún hefur tekið við kyndlinum og virðist ætla að halda honum áfram á lofti. Heldur sömu áherslumálum á lofti. Það er vel.

Uppfært 11.12 kl 9: Sé að prentútgáfa Morgunblaðsins fjallar betur um málið í fréttaskýringu Skapta Hallgrímssonar.


Ótrúlegur málflutningur Helga Hjörvar um réttindi í Þjórsá

Haft er eftir Helga Hjörvar, formanni umhverfisnefndar Alþingis að:

"Ólýðræðislegt hefði verið ef Framsókn hefði komist upp með slík vinnubrögð bakdyramegin, nokkrum dögum fyrir kosningar. Margir innan Samfylkingar hafi efasemdir um virkjanaáform Landsvirkjunar."

Þetta er undarlegur málflutningur manns sem situr á Alþingi. Að gjörningnum stóðu Guðni Ágústsson, þ.v. landbúnaðarráðherra og Jón Sigurðsson, þ.v. iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sem vissulega eru Framsóknarmenn. Það sem Helgi nefnir ekki er að Árni M Mathiesen fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins stóð einnig að gjörningnum.

Þessi málflutningur er annað hvort vísvitandi blekking þingmannsins og þar með lygar eða að hann hafi ekki kynnt sér málið sem eru ekki síður vítaverð vinnubrögð af hans hálfu.

Eðlilegt er, eins og ríkisendurskoðun bendir réttilega á, að Alþingi eigi að samþykkja sölu þessara eigna, eins og annara eigna ríkisins og hlýtur málið því í framhaldinu að koma fljótlega til kasta Alþingis.

Það verður fróðlegt að fylgjast með því hvort stjórnarandstöðuhluti Samfylkingarinnar, Græna netið, fái einhverju framgengt gegn Sjálfstæðisflokknum og Össuri Skarphéðinssyni. Búast má við að Framsókn og Frjálslyndir geti komið Sjálfstæðisflokknum til hjálpar, ef Össur verður undir í eigin flokki í málinu.


Hvenær er nóg að gert?

Bjarni Harðarsson mislas texta úr stól Alþingis og gleymdi einu ekki, sem snéri málflutning hans alveg á hvolf. Nokkrum klukkutímum seinna leiðréttir hann mistök sín úr sama stól.

Það vekur því athygli að Árni Sigfússon skuli ekki taka mark á þeirri leiðréttingu, heldur krefst afsökunarbeiðni frá Bjarna í yfirlýsingu sem birt var meira en sólarhring eftir að beðist hafði verið afsökunar og mistökin leiðrétt.

Þetta eru ekki stórmannleg vinnubrögð hjá Árna.

Manni dettur helst í hug að Árni sé að reyna að beita smjörklípuaðferðinni. Vandinn er hins vegar sá að Davíð Oddsson, guðfaðir aðferðarinnar, sagðist alltaf hafa klínt verr lyktandi smjöri á andstæðinginn en hann var að reyna að klína á sig. Það er alls ekki í þessu tilfelli og því virkar þetta hjákátlegt hjá Árna. Atli Gíslason hefur aftur á móti ekkert látið heyra í sér...


mbl.is Árni sagður kasta steini úr glerhúsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. desember 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband