Veðrið í Bandaríkjunum hefur áhrif á verðbólguna á Íslandi

Þetta þýðir ekkert annað en að heimsmarkaðsverð á gasolíu (e:diesel) mun hækka talsvert, enda kynda Bandaríkjamenn í miklum mæli með gasolíu. Það hefur það í för með sér að þeir straumar í verðbólgunni sem Geir H Haarde fannst vera að snúast eru ekkert að snúast, enda hefur heimsmarkaðsverð á gasolíu bein áhrif á verðbólguna hér á landi.

Enn ein ástæða til þess að það hefði verið rétt að hlusta á varnaðarorð framsóknarmanna við fjárlagagerðina. Verðbólguhraðinn er ekkert að minnka og þörfin á aðhaldssömum fjárlögum er enn að koma í ljós.

Niðurstaða: Hærri stýrivextir, hækkun neysluvísitölu, allt til hækkunar á útgjöldum skuldugra húsnæðiseigenda, meðan sparifjáreigendur maka krókinn. Þeir ríku verða ríkari og þeir fátæku fátækari.


mbl.is Vetrarhörkur í Bandaríkjunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. desember 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband