Auðvitað...

telur Árni Mathiesen, dýralæknir og settur dómsmálaráðherra að hann hafi forsendur til að ganga gegn mati matsnefndar valinkunnra lögmanna sem gaf það álit að 3 aðrir einstaklingar væru hæfari en Sjálfstæðismaðurinn Þorsteinn Davíðsson. "Ég er ekki sammála áliti nefndarinnar" er viðkvæðið hjá dýralækninum sem bendir á að hann hafi valdið.

Þetta viðhorf minnir mig á fjármálaráðherra þjóðarinnar sem tekur varnaðarorðum allra greiningardeilda, erlendra matsaðila og Seðlabanka gegn útgjaldaþenslu ríkisins með sama hætti.

Af hverju í veröldinni er verið að borga fyrir svona matsnefndir ef ekkert er hlustað á þær og það eina sem þarf til að meta hæfi dómaraumsækjanda er að hringja upp í Valhöll og kanna hvort viðkomandi sé ekki örugglega á skrá þar?


mbl.is Þorsteinn Davíðsson skipaður héraðsdómari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bónorð á tónleikum Borgardætra

Fór á frábæra jólatónleika hjá Borgardætrum í gærkvöldi.

Andrea, Ellen og Berglind fóru á kostum. Þvílíkir flytjendur og skemmtikraftar. Sönggleðin geislaði af þeim og mikið um skemmtilegheit milli laga.

Eftirminnilegast var þó að á miðjum tónleikunum kom maður upp á svið og bað Andreu Gylfadóttur.

Hún játaðist honum ef hann myndi klára eldhúsinnréttinguna. Hún vissi hvað hann hét, svo líklegast hafa þau nú þekkst eitthvað fyrir tónleikana.

Takk fyrir mig, frábært kvöld.


Bloggfærslur 20. desember 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband