Orð dagsins...

... á Ingibjörg Sólrún Gísladóttir þegar hún sagði í Kryddsíldinni áðan að Samfylkingin hafi aldrei skilgreint sig sem höfuðandstæðing Sjálfstæðisflokksins. Mig er greinilega að misminna eitthvað inntak Borgarnesræða hennar og upphafsfyrirheit Samfylkingarinnar.

Þetta slær út þau ummæli Geirs H Haarde um að hann voni að efnahagslífið fari að fara á betri veg.

Finnst samt Ingibjörg Sólrún skuldi landsmönnum skýringu á því á hvaða tímapunkti hún telji viðræður um samstarf teljist stjórnarmyndunarviðræður og hvenær þær séu það ekki.


Bloggfærslur 31. desember 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband