5 milljarðar í velferðarbætur

Ég óska Samfylkingunni til hamingju með þennan árangur og þá sérstaklega Jóhönnu Sigurðardóttur. Sérstaklega vill ég óska henni til hamingju með að hafa tekið við það góðu búi að henni var þetta mögulegt.

Ég vil endilega greiða skatt til að þeir sem minnst mega sín geti framfleitt sér á sómasamlegan hátt. Taka þátt í samtryggingunni. Það sem ég vil aftur á móti ekki er að greiða skatt til að standa undir bótagreiðslum til fólks sem þarf ekki á þeim að halda. Þetta er nefnilega tryggingakerfi, ekki eignasöfnunarkerfi og á því er reginmunur.

Hvað mun stór hluti þessara bóta renna til heimila sem hafa yfir 300 þúsund eða 400 þúsund í tekjur á mánuði eða þaðan af meira? Hvað mun stór hluti þessara bóta renna til fólks sem á skuldlaust húsnæði og getur léttilega endurfjármagnað sig og náð góðri framfærslu þannig?

Ég á eftir að sjá hvernig þetta verður útfært og í tengslum við það verður að svara spurningum eins og þessum.

Íslenska velferðarkerfið er gott og ég vill endilega greiða til þess, en það framlag mitt á ekki að renna til þeirra sem ekki þurfa á því að halda.


Bloggfærslur 6. desember 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband