Lýðræði Samfylkingarinnar
29.3.2007 | 23:16
Landsþing Samfylkingarinnar verður haldið um næstu helgi. Samt er forysta Samfylkingarinnar búin að kynna kosningastefnuskrá flokksins í umhverfismálum og núna í málefnum barna. ISG&co troða stefnumálunum ofan í kokið á eigin flokksmönnum sem ekkert hafa um það að segja hvernig kosningastefnuskráin lítur út - að því að mér virðist umboðslaust. Er ekki innmúraður í Samfylkinguna - sem betur fer. VG, Íhaldið og Framsókn halda landsþing, flokksþing eða hvað sem samkomurnar heita, fara yfir drög að ályktunum, sem svo eru samþykktar. Upp úr þeim eru svo kosningastefnuskrár unnar, sem hljóta kynningu. Ef þetta eru samræðustjórnmál, þá verð ég að segja nei takk.
Skattaskýrslan búin
29.3.2007 | 10:38