Mannréttindi VG
30.3.2007 | 23:01
Umræða VG um Zero Framsókn er athyglisverð. Að ofsækja fólk fyrir stjórnmálaskoðanir sínar; eins og þeir sem ganga um með þessi merki Stefáns Pálssonar gera og "aldrei kaus ég Framsókn" áður, gengur þvert gegn mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðana, stjórnarskrá lýðveldisins Íslands og almennu viðhorfi umburðarlyndra víðsýnna einstaklinga.
Ég leitaði að orðinu mannréttindi á vef VG sem og skoðanafrelsi. Niðurstaðan er sláandi. Ætlaði að snýta VG upp úr því að ganga gegn eigin ályktunum um þessi mál, en hvergi er minnst á mannréttindi okkar venjulegu borgaranna eða skoðanafrelsi okkar, bara mótmælenda og útlendinga.
Getur verið að þetta ofstæki þeirra gagnvart Framsóknarflokknum og sú skoðanakúgun, mannfyrirlitning og fordómar sem þeir ástunda og hafa ástundað undanfarin ár sé í raun í anda stefnu þeirra og mannréttindi sé bara puntorð sem er bara notað þegar það hentar?
Stjórnmál og samfélag | Breytt 31.3.2007 kl. 01:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Treystir Björn ekki björgunarsveitunum?
30.3.2007 | 16:58
Ég hef oft verið hrifinn af Birni Bjarnasyni, þótt sumum finnist að það megi ekki, en í hans síðasta máli er ég það ekki.
Í ljósi reynslu minnar af innleiðingu og framkvæmd hafnar- og siglingaverndar er ég sannfærður um að það er raunveruleg þörf á að sameina þær greiningardeildir, sem eru starfandi í landinu, undir einn hatt, svo hægt sé að nýta fjármuni sem best, auka fagmennsku og ekki síður til að hægt sé að hafa raunverulegt eftirlit með þeirri starfsemi, svo flugmálastjórn sé ekki með eina deild, tollurinn með aðra, ríkislögreglustjóri með þá þriðju, siglingastofnum þá fjórðu, utanríkisráðuneytið þá fimmtu og svo mætti örugglega lengi telja. Efling Landhelgisgæslunnar til björgunar og eftirlitsstarfa er einnig rós í hans hnappagat í mínum augum.
Vandinn er hins vegar sá að Björn hefur komið því orði á sig að hann vilji stofna íslenskan her, viljandi eða óviljandi. Slíkt er í djúpri andstöðu við íslenska þjóðarsál og því er öllum hugmyndum hans tekið með varúð og rýnd með þeim gleraugum. Ég ætla líka að taka hugmyndum hans um varalið lögreglunnar með mikilli varúð og tel þær algerlega óþarfar. Í lögum um almannavarnir segir
"Það er borgaraleg skylda þeirra, sem eru á aldrinum 1865 ára, að gegna, án endurgjalds, starfi í þágu almannavarna í umdæmi, þar sem þeir dveljast, samkvæmt fyrirmælum, er lögreglustjóri gefur, að fengnum tillögum almannavarnanefndar."
"Ef hætta vofir yfir eða tjón hefur orðið, má kveðja hvern fulltíða mann, sem tiltækur er, til tafarlausrar aðstoðar við störf í þágu almannavarna.
Á hættutíma hefur ríkislögreglustjóri ákvörðunarvald um flutning hjálparliðs á milli umdæma til aðstoðar á hættusvæði, að höfðu samráði við viðkomandi lögreglustjóra og almannavarnaráð."
"Þeir, sem starfa eiga í hjálparliðum, skulu taka þátt í námskeiðum og æfingum, sem þeir hafa verið kvaddir til. Þeim ber að hlýða fyrirmælum og fara eftir starfsreglum. Óheimilt er að hverfa úr starfi án leyfis.
Ef hætta vofir yfir, má starfsmaður ekki fara úr lögsagnarumdæminu án samþykkis lögreglustjóra eða þess, er hann tilnefnir."
Miðað við þau verkefni sem Björn segir að þetta varalið eigi að hafa er því ekkert sem þörf er á að bæta og hingað til hafa björgunarsveitirnar gegnt þessu hlutverki fyrir hönd almennings, endurgjaldslaust, af stakri prýði og heiðarleika. Var stjórnandi olíuhreinsunaraðgerða um borð í Wilson Muuga og kynntist ég af eigin raun hversu öflugt er að hafa sveitirnar og hve dýrmætar þær eru okkur. Ég fæ ekki séð annað en að þessar sveitir verði einungis til að auka flækjustigið og fjöldinn er svo lítill miðað við allan fjöldan í björgunarsveitunum að muni litlu um þær en kostnaðurinn verði mikill. Frekar ætti að setja þessa fjármuni sem styrk til björgunarsveitanna til að bæta þjálfun þeirra enn frekar.
Þinglok í þoku
30.3.2007 | 10:54
Hinn ágæti Össur Skarphéðinsson fer mikinn á heimasíðu sinni vegna athugasemdar sem ég setti á færslu hjá Pétri Gunnarssyni á bloggi hans.
Honum ber þökk fyrir að hafa komið að stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs ásamt fleirum. Veit reyndar ekki til þess að það mál hafi verið sérlega umdeilt, en það er flókið, tímakrefjandi og vandasamt, því ef óvarlega er stigið til jarðar í málum er varða eignarlönd manna eru þau fljót að snúast upp í andhverfu sína, sbr þjóðlendumálið. Össur má alveg vera stoltur af sínum þætti í því máli og er ég alveg til í að drekka með honum Highland park eða einhverja aðra góða viskýtegund við fyrsta tækifæri í nýjum þjóðgarði - reyndar með því skilyrði að hann taki neftóbak með.
Össur velur hins vegar ekki að segja alla söguna varðandi þinglokin. Líklegast er þetta allt saman í þoku, sbr frásagnir hans af auðlindafrumvarpsumræðunni. Þessi mál hanga nefnilega óaðskiljanlega saman og trauðla hægt að samþykkja annað án hins. Kolbrún Halldórsdóttir hafði áttað sig á þessu og fór fram á það að um þau yrði fjallað samhliða. Við því var orðið. Þess vegna féll það um sjálft sig þegar stjórnarandstaðan hafnaði að hleypa auðlindafrumvarpinu í gegn, óumdeildu þjóðþrifamáli, m.a.s. frá sjónarhóli VG, að hægt hefði verið að afgreiða lögin um meginreglur umhverfisréttarins. Hvorutveggja mál sem eru, eins og flest öll góð umhverfismál, óumdeild og erfitt fyrir Össur að hafa á samviskunni að hafa staðið gegn. Ég skil vel að honum líði illa.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)