Á ekki að segja satt?
3.4.2007 | 11:15
Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, gerði Hafnfirðingum og öðrum Íslendingum grein fyrir þeirri staðreynd að þegar kosið væri að nýju í bæjarstjórn Hafnarfjarðar, væri sú bæjarstjórn ekki bundin af niðurstöðum íbúakosninganna. Þetta er rétt og óumdeilt, en aðrir stjórnmálamenn, nú síðast Árni Þór Sigfússon, krossa sig og gera tilraunir til að skjóta sendiboðann. Ný tillaga Alcan væri ný tillaga sem taka þarf sjálfstæða afstöðu til.
Þeir þora greinilega ekki að segja þann sannleika sem er óþægilegur. Það gerði Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnfirðinga heldur ekki og reyndar enginn í baráttunni. Þegar svo er bent á þetta og möguleika álversins til að auka umsvif sín innan núverandi starfssvæðis er eðlilegt að hinn almenni kjósandi í Hafnarfirði finnist hann hafi verið hlunnfarinn. Jón sýnir þarna karakterstyrk, sem aðrir stjórnmálamenn ættu að líta til, því auðvitað er ekkert þægilegt að vera sá sem bendir á þessar staðreyndir.
Þetta sýnir hve margslungið og vandmeðfarið íbúalýðræðið er og nauðsynlegt að vanda allan undirbúning slíkra kosninga.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Góð tíðindi fyrir umhverfið
3.4.2007 | 08:52
Nú er búið að feðra staðsetningu loftslagsmála innan bandaríska stjórnkerfisins. Reyndar hafa bandarísk alríkisstjórnvöld ekki staðfest Kyoto viðaukann um losun gróðurhúsalofttegunda sem er virkilega slæmt fyrir jarðarbúa alla, enda losa Bandaríkjamenn lang mest einstakra þjóða af gróðurhúsalofttegundum og eru því lykilþjóð í því að draga úr losuninni.
Sem betur fer er ekki þar með sagt að engir Bandaríkjamenn séu sér meðvitaðir um málið. Var í Seattle með félögum mínum í umhverfisráði Reykjavíkurborgar í kynnisferð þar um daginn og þar hafa borgaryfirvöld sett sér það markmið að þau fyrir sitt leiti ætla að uppfylla ákvæðin. Ekki nóg með það, heldur skrifaði borgarstjóri Seattle um 500 öðrum borgarstjórum bréf þar sem hann skoraði á þá að taka þátt í þessu með sér. Ekki minna en 421 borgarstjóri ákvað að taka þátt, svo það má með sanni segja að það sé verið að éta stefnu Bush innan frá!!!
![]() |
Bandarískri umhverfisstofnun heimilt að stjórna losun gróðurhúsalofttegunda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |