Kastljósið að girða sig í brók

Í Kastljósi kvöldsins var sýnd umsókn kærustu sonar Jónínu Bjartmarz um íslenskt ríkisfang. Sagðist Kastljós hafa undir höndum allar 18 umsóknirnar og bar saman ástæður þeirra og hennar, en hún var sú eina í þeim hópi sem var veitt ríkisfang á grundvelli skerts ferðafrelsins. Hafði hún dvalið skemmst af þeim sem sóttu um, en einnig kom fram að 50 af þessum 150 höfðu dvalið skemur en í 2 ár.

Það er greinilegt að Páll Magnússon hefur tekið til sinna ráða og farið fram á vandaðri vinnubrögð.

Bjarni Benediktsson, formaður Allsherjarnefndar, vildi ekki koma í viðtal Kastljóssins en sagði að fleirum hafi verið veitt ríkisfang á grundvelli sömu aðstæðna og stúlkunnar á kjörtímabilinu.

Það sem upp úr stendur er þetta:

  • Ekkert hefur komið fram sem styður fullyrðingar um að Jónína hafi haft áhrif á afgreiðslu málsins.
  • Einhverjum mér óþekktum fjölda öðrum hefur verið veittur ríkisborgararéttur á grundvelli skerts ferðafrelsis

Það má alltaf ræða það hvort þetta séu réttmætar og eðlilegar ástæður, en ekkert hefur enn komið fram sem styður það að stúlkan hafa hlotið sérmeðferð vegna tengsla sinna við ráðherra og ekkert sem styður að ráðherra hafi beitt sér í málinu.

Ég fagna því að Kastljósið hafi farið fram á samantekt á ástæðum fyrir öllum þeim ríkisfangsveitingum sem Alþingi hefur afgreitt á kjörtímabilinu og verður hún örugglega til þess að þessi mál fái yfirvegaðri umfjöllun

Betur væri ef menn hefðu viðhaft svona vinnubrögð strax við upphaf málsins, en ekki skotið og spurt svo.


Vandi á höndum í Þjórsárverum

Starfshópur Umhverfisráðherra um stækkun friðlandsins í Þjórsárverum hefur skilað af sér.

Ekki náðist samstaða í nefndinni um hversu langt ætti að ganga og lagði hópurinn því til að ganga eins langt og samstaða var um, en heimamenn lögðust gegn því að það svæði sem Norðlingaöldu er ætlað yrði friðlýst. Er um stefnubreytingu að ræða af hálfu Skeiða- og Gnúpverjahrepps, en oddviti þeirra Gunnar Örn Marteinsson var fulltrúi hreppsnefndar í hópnum. Fyrri sveitarstjórn lagðist gegn Norðlingaölduveitu, og veittu ekki framkvæmdaleyfi fyrir henni, en í kosningum til þeirrar sveitastjórnar voru Þjórsárverin helsta og í rauninni eina kosningamálið. Lítið sem ekkert var fjallað um Þjórsárverin í aðdraganda síðustu kosninga, svo þessi stefnubreyting er athyglisverð í því ljósi.

Ég sé þrjá kosti í stöðunni fyrir ráðherra:

  • Fara að tillögum nefndarinnar. Þar með væri Norðlingaalda í raun fest í sessi, amk er framkvæmd hennar líklegri.
  • Friðlýsa Eyvafenin með og ganga þar með gegn vilja heimamanna. Sá kostur er þó einungis gerlegur ef handhafi þjóðlendunnar, Geir H Haarde, forsætisráðherra samþykkir.
  • Gera ekki neitt og halda stöðunni opinni. Í ljósi þeirrar réttaróvissu sem er um virkjanaleyfið eftir hæstaréttardóm sem felldi hluta úrskurðar setts umhverfisráðherra, úr gildi, eru forsendur veitunnar breyttar og því eðlilegt að meta hana með öðrum þeim kostum sem falla undir rammaáætlun og stefnt var að að meta í frumvarpi Jóns Sigurðssonar iðnaðarráðherra, en stjórnarandstaðan kom í veg fyrir að yrði að lögum.

Það verður fróðlegt að fylgjast með framvindu þessa máls.


Bloggfærslur 30. apríl 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband