Landbúnaðarstefna Samfylkingarinnar afnumin...
1.5.2007 | 21:45
Forystumaður Samfylkingarinnar á Suðurlandi, Björgvin G Sigurðsson, sagði á fundi með bændum á Suðurlandi um daginn að það væri hans skoðun að það ætti ekki að ganga lengra í niðurfellingum á tollum en alþjóðasamningar gerðu ráð fyrir. Þessi skoðun hans er í samræmi við stefnu Framsóknar, Sjálfstæðisflokks, Frjálslyndra og Vinstri Grænna, en algerlega á skjön við þá stefnu sem Samfylkingin kynnti á blaðamannafundi í Reykjavík. Á þeim fundi var stefna Samfylkingarinnar að fella nú þegar niður vörugjöld af landbúnaðarvörum og helminga tolla af landbúnaðarvörum og afnema þau með öllu í samráði við hagsmunaaðila.
Á fundi með bændum í NV kjördæmi var fulltrúi Samfylkingarinnar svo Anna Kristín Gunnarsdóttir. Frásögn af hennar málflutningi má lesa á heimasíðu bændasamtakanna, þar sem lýsti því yfir að Samfylkingin hafi nú enga stefnu í landbúnaðarmálum.
"Tillögugerð Samfylkingarinnar í tollamálum var mistök
Anna Kristín Gunnarsdóttir þakkaði fyrir það tækifæri að fá að tala milliliðalaust við bændur. Hún sagði Samfylkinguna styðja beinan stuðning við landbúnaðinn en hann yrði að skila sér í góðri afkomu bænda og vera jafnframt hagfelldur neytendum. Önnu Kristínu var tíðrætt um að það þyrfti að búa landbúnaðinum betri skilyrði en nú væru fyrir hendi. Nefndi hún í því sambandi bættar samgöngur, lægri flutningskostnað og betri fjarskipti. Einnig þyrfti að vinna markvisst í að lækka kostnað við aðföng hjá bændum. Hún sagði að greiðslumarkskerfið gæti ekki staðist til framtíðar, nýliðun væri erfið og það væri ekki fögur framtíðarsýn að bændur yrðu leiguliðar á jörðum annarra.
Það vakti athygli síðar um kvöldið þegar Anna Kristín viðurkenndi að tillögugerð Samfylkingarinnar í tollamálum fyrir nokkrum mánuðum hefði verið mistök og gerð í flumbrugangi. Stefna flokksins væri að fylgjast að með öðrum þjóðum á vettvangi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar. "
Ja hérna.
Þetta bætist við að virkjanastefna flokksins er amk þrenns konar, Fagra Ísland vill algert virkjanastopp, ISG er með sína útgáfu þegar hún segir að ríkið megi ekki baka sér skaðabótaábyrgð og Kristján Möller með eina þegar hann lýsir því að það eigi að virkja fyrir Norðan, bara ekki alveg strax. Hann vill sem sagt ekki að það fari í mat.
Hvað er næst??????
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)