Steingrímur - Líttu þér nær
13.5.2007 | 21:50
Það er ótrúlegt að Steingrímur J Sigfússon skuli telja sig vera í stöðu til að biðja Jón um afsökunarbeiðni vegna auglýsinga ungra Framsóknarmanna í Alþingiskosningunum.
Þetta er formaður þess flokks, sem gefið hefur út "Aldrei kaus ég framsókn" og "Zero Framsókn" barmmerki og sami Steingrímur, formaður VG, sem gefið hafa út níðvísnabók um Framsókn, ritstýrða af Kristjáni Hreinssyni félagsmanni VG. Ætla ekki að vera að lista upp öll þau óviðeigandi ummæli sem þessi formaður stjórnmálaflokks, sem nú vill láta líta landsföðurlega á sig, á Alþingi og verið með því meðvirkur í því að traust almennings til löggjafarsamkomunnar er komið niður á skammarlega lágt stig.
Steingrímur er með þessari kröfu sinni að ganga út frá því að Jón Sigurðsson, formaður Framsóknar, hafi alræðisvald og sé með alsjáandi auga sitt í hvers flokksmanns koppi og gíni þannig yfir öllu starfi Framsóknar og öllu því sem gert er. Það má vera að slík Stasí vinnubrögð séu viðhöfð í VG, en það er ekki þannig hjá Framsókn. Sem betur fer.
Finnst reyndar sjálfum að þessi auglýsing sé óboðleg, svo því sé til haga haldið.
![]() |
Steingrímur krefur Jón um afsökunarbeiðni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11 atkvæði
13.5.2007 | 10:51
Jón Sigurðsson formann Framsóknarflokksins vantaði 11 atkvæði til að komast á þing. Í staðinn komst Ellert B Schram þangað, þannig að hefnd Samfylkingarinnar hlýtur að vera sæt eftir að Árni Magnússon felldi ISG út í síðustu kosningum á svipuðum fjölda. Þjóðin kýs það yfir sig sem hún á skilið, hafnaði réttum manni sem var á réttum stað, en á röngum tíma. Ég býst við að núna sé tapið sem var falið í síðustu kosningum að koma í ljós. Þeir kjósendur sem annars hafa kosið Sjálfstæðisflokkinn en gátu ekki hugsað sér að styðja Davíð, fóru úr fjósi Framsóknar og skiluðu sér í fjárhúsið hjá íhaldinu og lausa fylgið gat ekki staðist óraunhæf gilliboð Samfylkingarinnar. Eðlilega.
Málefnastaðan var frábær, stefnan traust og raunsæ, en stóðst að sjálfsögðu ekki samanburð við yfirboð Samfylkingarinnar sem fá engan vegin staðist. Fjölmiðlar sinntu í engu að yfirfara hvað hlutirnir kosta, hvar á að taka tekjur og hvernig á að framkvæma hlutina. Það er ábyrgðarhluti að sleppa mönnum við að standa skil á slíku uppgjöri og ber vott um grunna fréttamennsku og á eftir að kosta samfélagið dýrt.
En fyrir höndum liggur stjórnarandstaða fyrir Framsókn og uppbygging, skemmtileg uppbygging.
![]() |
Ríkisstjórnin hélt velli með minnsta mun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |