Baugsstjórnin löngu handsöluð?
17.5.2007 | 21:56
Annað hvort er Ingibjörg Sólrún að klúðra allri samningsstöðu sinni í stjórnarmyndunarviðræðum við Sjálfstæðisflokkinn út um gluggann með því að koma í viðtal í Kastljósið eins og blæsma gimbur eða að Baugsstjórnin er löngu handsöluð.
Ef maður skoðar söguna og óheilindi hennar við Framsókn, þar sem hún sór að hún myndi ekki fara í landsmálin við þriðju endurnýjun R-listans kæmi það manni ekki á óvart að hún væri löngu handsöluð og Geir að sýna á sér alveg nýja hlið. Alfreð Þorsteinsson og Sigrún Magnúsdóttir voru ásamt öðrum í R-listanum búin að gera stjörnu úr ISG í borginni og var eðlilegt að hún væri krafin slíks loforðs. Það sveik hún. Síðan hefur ISG verið ófeimin við að eigna sér afrek R-listans ein, nú síðast í kosningabaráttunni þegar hún montaði sig af þeim launamun sem Steinunn Valdís átti hvað mestan þátt í að jafna í góðri sátt allra þeirra sem að R-listanum stóðu, einsetningu grunnskólana sem Sigrún Magnúsdóttir stóð fyrir. Það eina sem hún eignaði sér ekki var Orkuveitan. Til þess var Alfreð of áberandi leiðtogi.
Ef stjórnin er ekki fullfrágengin er þátttaka hennar í þættinum óendanlega barnaleg. Segjum að upp úr slitni. Hún er búin að afneita því sem hún margoft hefur sagt að Samfylkingin sé stofnuð sem höfuðandstæðingur Sjálfstæðisflokksins, eins og hún var margoft búin að segja að hún ætlaði ekki í landsmálin, byrjuð að veita afslátt af hinum og þessum málum og ég veit ekki hvað. Greinilegt er að unga Ísland virðist vera henni ofarlega í huga en fagra Ísland minnist hún ekki á.
Hef áður sett fram spá um Baugsstjórnina og fyrstu verk hennar, sem ég kallaði þá SlowDown stjórnina, en eftir innkomu Baugs í stjórnmálin með útgáfu DV og auglýsingu Jóhannesar Jónssonar, er önnur nafngift óviðeigandi. Líklegast verður Björn Bjarnason ekki áfram ráðherra, ef Baugur fær að ráða.
![]() |
Ingibjörg Sólrún: VG vildi ekki mynda stjórn með Framsóknarflokki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |